- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
128. fundur Byggðaráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 8:10
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðaráðs:
1. Kvenfélagið Freyja, bréf dags. 15.02.14, Styrkbeiðni v/Ársfundar Sambands sunnlenskra kvenna 2014.
Samþykkt
2. Samningur um salernisaðstöðu á gönguleiðinni við Fimmvörðuháls.
Lagt fram til kynningar
3. Vegagerðin, bréf dags. 17.02.14, beiðni um framkvæmdaleyfi v/ efnistöku úr Svaðbælisá.
Samþykkt með fyrirvara um leyfi umsagnaraðila og landeigenda
4. Trúnaðarmál.
5. Tillaga Kristínar Þórðardóttur (D-lista) vegna Seljavallalaugar
Í ljósi nýlegs erindis Minjastofnunar vegna viðhalds Seljavallalaugar, og samþykktar sveitarstjórnar í framhaldi af því, þar sem ákveðið var að fela sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að boða landeigendur og umráðamenn laugarinnar á sinn fund, er hér með lagt til að sveitarfélagið kanni í framhaldinu möguleika til fjármögnunar viðhalds laugarinnar hjá opinberum aðilum.
Greinargerð
Í tilvitnuðu erindi Minjastofnunar er bent á þörf á bættu viðhaldi Seljavallalaugar og vill Byggðarráð taka undir áhyggjur stofnunarinnar. Laugin er afar merk framkvæmd og mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra. Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið.
Samþykkt
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. Fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. um jarðgerð á Strönd, 06.02.14.
Staðfest
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 154. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24.01.14.
Staðfest
Mál til kynningar:
1. Landslög, bréf dags. 04.02.14, lok rammasamnings.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Kristín Þórðardóttir
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason