Jólatónleikar Midgard Base Camp 2019.

Unnur Birna, Hera Björk og hljómsveit Bjössa Thor.

Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit hafa spilað víðsvegar um gjörvalt landið 2019 við mikinn fögnuð nær og fjær-staddra.Þau ætla að slá í endann á árinu með smá jólagleði á fáum útvöldum stöðum.

Þann 14. Desmber verða þau á Midgard Base Camp og koma með jólaandann, gleði og gæði. Þau verða ekki ein því Dívan Hera Björk mun einnig koma fram á þessum tilteknu tónleikum en hún og Björn ferðuðust í sumar hringinn í kringum landið við góðan orðstýr.

Með þeim leika Sunnlenska Rhytma-parið
Skúli Gíslason á Trommur
Sigurgeir Skafti Flosason á Bassa.

Það er nokkuð ljóst að hér stefnir í eftirminnilega kvöldstund. Að hér finni allir eitthvað við sitt hæfi. Forsala miða verður auglýst fljótt en hafa skal það í huga að takmarkað magn miða er í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Kærar kveðjur.
Unnur, Hera og Bjössi.

 

Hér má sjá facebook síðu viðburðarins

Miðasala á tix.is