Sagan um Litlu Hafmeyjuna gerist jafnt ofaní sjó og uppi á landi í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Við kynnumst Hlina prins og foreldrum hans, hirðfólki, gullfiskum og tröllum. Svo kynnumst við líka tvíhöfða kolkrabba... í sjónum og í fjöllunum í kringum konungsríkið er allt hreinlega að fyllast af rusli! Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari.


Leikstjóri - Anna Bergljót Thorarensen

Höfundur - Anna Bergljót Thorarensen
Höfundar laga og texta: Rósa Ásgeirsdóttir, Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Þórður Gunnar Þorvaldsson
Búningar - Kristína R. Berman
Leikmynd - Andrea Ösp Karlsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson

Leikendur
Andrea Ösp Karlsdóttir
Árni Beinteinn Árnason
Sigsteinn Sigurbergsson
Stefán Benedikt Vilhelmsson
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir
Þórunn Lárusdóttir