Drögum úr fatasóun fyrir þorrablótin og höldum fataskitpi á kjólum og jakkafötum. Fataskiptamarkaður verður í Hótel Fljótshlíð föstudaginn 24. janúar n.k. frá klukkan 17:00 - áherslan verður á ballfatnað. Eldhúsið verður opið og tilboð á barnum.

Þið kunnið þetta. Þátttakendur koma með það sem þeir vilja gefa og taka það sem þeim langar í. Það má líka bara koma og taka af markaðnum eða bara koma til að setja á markaðinn. Allt frítt og það verður allavega fjör!