Hjónin Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttir standa fyrir menningardagskránni Gleðistundir að Kvoslæk í ár eins og þau hafa gert svo mörg undanfarin ár. 

Sunnudaginn 26. júní 2022, kl. 15:00 - Íslenskar söngperlur mæta barokki og rómantík

Tríóið Margrét S. Stefánsdóttir, söngkona, Jóhann I. Stefánsson, trompetleikari og Jón Bjarnason, píanóleikari, flytja þekkt íslensk og erlend verk m.a. Lindin, Úr fjarlægð, Panis Angelicus og Summertime.

Aðgangseyrir 2.500 kr.