Arnar Pétursson verður með fyrirlesturinn Hlaup og æfingar þann 28. september nk. kl. 17:00 Í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Þar fjallar Arnar um hlaup frá öllum sjónarhornum og sýnir æfingar sem að nýtast vel fyrir alla sem vilja leggja hlaup fyrir sig.

Mæting í íþrottahúsið kl. 17:00, létt hlaupaæfing í ca 30 mín þar sem kynntir verða möguleikar á fjölbreytum æfingum á meðan hlaupinu stendur. Eftir hlaupið um kl. 17:30 verða svo teygjur og spjall/fyrirlestur í matsal skólans. 

 

 

Arnar Pétursson er þrautreyndur hlaupari og hlaupaþjálfari. Hann hefur 43 sinnum orðið Íslandsmeistari í greinum frá 1500m og allt upp í maraþon auk þess sem hann hefur fjórum sinnum keppt á heimsmeistaramótum.

​Arnar skrifaði Hlaupabókina sem inniheldur þekkingu sem hann hefur aflað sér með því að æfa með bestu hlaupurum og þjálfurum í heiminum. Þessa þekkingu notar hann í allri sinni þjálfun.

Sem hlaupaþjálfari hefur Arnar unnið með öllum getustigum hlaupara, allt frá þeim sem vilja komast af stað og taka fyrstu skrefin til þeirra sem keppa í hlaupum.