Hér má finna minnisblað sveitarstjóra fyrir maí mánuð. Minnisblaðið tekur á því helsta sem um er að vera í sveitarfélaginu og er birt á heimasíðu sveitarfélagsins í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Sveitarstjórnarfundir eru að öllu jafna annan fimmtudag í mánuði.
Athugið að framvegis verður að fylla út stafrænt skilavottorð ökutækja áður en komið er með ökutæki á móttökustöðina á Strönd. Mikilvægt er að allir sem ætla að farga ökutæki gangi frá þessu fyrirfram. Sjá upplýsingar hér: Skilavottorð - Umsókn um endurgreiðslu á skilagjaldi ökutækja | Ísland.is
338. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 15. maí 2025 og hefst kl. 12:00
Vorhreinsun er í fullum gangi í þessari viku á götum bæjarins. Götusópari frá Hreinsitækni vinnur nú hörðum höndum að því að sópa götur.
Þann 1. Maí síðastliðinn bauð Southcoast Adventure heimilisfólki á Kirkjuhvoli og Lundi í ferð í Þórsmörk. Þetta er í fjórða sinn sem Southcoast býður heimilisfólki í þessa skemmtilegu ferð.