Fundur með unglingum sem ætla að vinna í vinnuskólanum í sumar og foreldrum þeirra verður þriðjudagskvöldið 27. maí kl 20:00 í Hvolnum Á fundinum verður farið yfir helstu verkefni, áherslur og skipulag fyrir sumarið. Æskilegt er að sem flestir mæti.
Auglýst er eftir rekstraraðila til að sjá um anddyri/sal Rangárhallar. Rekstraraðili hefur salinn á leigu og sér um rekstur, þrif og umsjón í samráði við stjórn Rangárhallar. Salurinn er frátekinn fyrir viðburði félagsins (suðurlandsdeild, stórsýning á skírdag, æskulýðssýning) auk stærri funda sem ekki rúmast í smærri sal. Slíkir viðburðir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegum stendur til boða garðsláttur sem geta ekki hjálparlaus hirt lóðir sínar. Markmið með þjónustunni er að aðstoða ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega sem eru með 75% örorku.
Dímon/Hekla óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í blaki fyrir næsta vetur. Hjá Dímon/Heklu eru æfingar tvisvar í viku og um 25 iðkendur.
Á sveitarstjórnarfundi 15.maí var á dagskrá önnur umræða um ársreikning sveitarfélagsins Rangárþings eystra fyrir árið 2024. Það er mér sönn ánægja að standa hér og segja frá því að sjaldan eða aldrei hefur rekstur sveitarfélagsins komið eins vel út.