Næstkomandi laugardagskvöld stendur Sveitarfélagið Rangárþing eystra fyrir dansleik á Kjötsúpuhátíð. Öryggi og vellíðan gesta er í forgangi og því vill sveitarfélagið árétta eftirfarandi:
- Aldurstakmark: 18 ára aldurstakmark er á viðburðinn og mun gæsla óska eftir skilríkjum við innganginn og er það forsenda fyrir inngöngu.
- Eftirlit og gæsla: Við viljum leggja áherslu á að mikil öryggisgæsla verður á staðnum, fulltrúi barnaverndar verður viðstaddur og lögreglan mun hafa sýnilegt eftirlit.
- Ábyrgð foreldra: Við skorum á foreldra og forráðamenn að vera meðvitaðir um ábyrgð sína, ræða við ungmenni sín og vera þeim til fyrirmyndar. Einnig er minnt á lög um útivistartíma barna og unglinga.