76. fundur 23. mars 2023 kl. 08:30 - 10:00 á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson
  • Þráinn Ingólfsson
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
  • Jón Guðmundur Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Formaður
Dagskrá

1.Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu 2022

2303069

Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2022 lagður fram til staðfestingar.

Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins var jákvæð á árinu 2022 að fjárhæð 6,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé í árslok var jákvætt um 57,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Stjórn samþykkir samhljóða ársreikning.

2.Brunavarnir Rang; Rekstraryfirlit jan-feb 2023

2303071

Afgreiðslu frestað. Rekstraryfirlit verður lagt fram á næsta fundi stjórnar.

3.Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu

2303070

Drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. lögð fram til kynningar. Slökkviliðsstjóra falið að taka saman yfirlit yfir helstu breytingar frá núverandi gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund stjórnar.

4.Brunavarnir Rangárvallasýslu; Minnisblað; Fundur með Landsvirkjun

2302016

Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðuna varðandi viðræður við Landsvirkjun frá síðasta fundi. Slökkviliðsstjóra falið að vinna áfram að málinu m.a. með öflun nauðsynlegra gagna.
Slökkviliðsstjóri fer yfir ýmsa þætti í daglegum rekstri liðsins. Talsvert rætt um kaup á nýjum slökkvibíl og mögulegar leiðir þar að lútandi. Verið er að vinna að útboðsgögnum. Rætt um viðbúnað og aðgerðir slökkviliðs vegna bruna í rafmagnsbílum. Rætt um brunavarnir í dreifbýli, nauðsynlegt er að efla eftirlit og auka fræðslu til almennings varðandi brunavarnir í landbúnaðarbyggingum. Slökkviliðsstjóra falið að hefja undirbúning að fræðslufundum um brunavarnir í landbúnaðarbyggingum í samráði við hagaðila í sýslunni. Vatnsöflun í dreifbýli til slökkvistarfs getur verið krefjandi. Vinna stendur yfir við að greina þörf og vinna tillögur að úrbótum.

Fundi slitið - kl. 10:00.