88. fundur 20. júlí 2020 kl. 08:00 - 09:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta málum 9 og 10 á dagskrá fundarins.
Christiane Bahner sveitarstjórnarfulltrúi sat fundinn undir fyrsta dagskrárlið.

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins.
Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 2.7.2020 kemur fram að skv. Vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30m til hvorrar handar frá miðlínu vega og að framkvæmdir innan veghelgunarsvæða séu háðar leyfi frá Vegagerðinni. Ennfremur óskar Vegagerðin eftir því að veghelgunarsvæði sé sýnt á uppdrætti og að samgöngureitur verði afmarkaður, ásamt því að skilgreint verði hvað rúmast skuli innan reitsins. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að afmarka samgöngureit/veghelgunarsvæði á uppdrætti ásamt kafla um samgöngureit í greinargerð. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft áður en framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á Þjóðvegi 1 í gegnum þéttbýlið verði gefið út. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 24. júní 2020 kemur fram að gera þurfi nýtt mat á hávaðamörkum í samræmi við gildandi reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að uppfæra kaflann í greinargerð skipulagsins um hljóðvist mv. nýja reglugerð. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið í umsögn dags. 13. júlí 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag, breyting - Þingheimar

1912007

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Þingheimar L172470, áður Forsæti 3. Breytingin felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu til suðvesturs um ca 50m. Innan stækkunarinnar er afmarkaður nýr byggingarreitur D þar sem heimilt er að byggja skemmu/hesthús allt að 500 m2 að stærð. Hámarkshæð byggingar er 7m. Byggingarreitir/lóðir A, B og C verður breytt úr frístundahúsalóðum í íbúðarlóðir.
Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofunnar dags. 3. júní 2020 kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða , sem gæti valdið jökulhlaupi í markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara, þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 12. júní 2020 kemur fram að sameinaðar verði tengingar við Akureyjarveg (255-01) úr tveimur í eina. Skipulagsnefnd bendir á að búið er að sameina umræddar tvær tengingar í eina skv. deiliskipulagsuppdrætti. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti, dags. 24. júní 2020. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti dags. 13. júlí 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 12/2010.

3.Deiliskipulag; Grund

2001081

Deiliskipulagið tekur til ríflega 10 ha spildu út úr jörðinni Miðey land (L189551) sem kallst Grund. Gert er ráð fyrir afmörkun þriggja íbúðarlóða ásamt byggingarreitum auk byggingarreits utan um núverandi sumarhús á jörðinni.
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki skipulagsins í B-deild með bréfi dags. 10. júlí 2020. Í athugasemd Skipulagsstofnunar kemur fram að ósamræmi sé við aðalskipulag þar sem að heimilað byggingarmagn á spildum 3-14 ha að stærð sé að hámarki 1000 m2 sem takmarkast jafnframt við 5 hús og nýtingarhlutfall 0,02. Skipulagsnefnd bendir á að Miðey land L186551 er óuppmælt land en skv. vefsjá Þjóðskrár er mæld stærð 92,8 ha, en skráð stærð 10 ha. Samkvæmt Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er heimilt á búrjörðum/jarðarhlutum, sem eru 15 ha eða stærri, að reisa 3 íbúðarhús fyrir utan þau sem tengjast búrekstri og 3 frístundahús, ásamt sérhæfðum byggingum allt að að stærð 1500 m2 (með þeim byggingum sem fyrir eru) fyrir aðra atvinnustarfsemi en landbúnað.
Skipulagsnefnd mælist til þess að svar við athugasemdum verði sent á Skipulagsstofnun og að tillagan verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Deiliskipulag; Uppsalir

2005015

Kolbeinn Ísólfsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á Uppsölum L164200. Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 3 sem er 3,5 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2.
Tillagan var auglýst frá 20. maí 2020 til 1. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti, dags. 24. júní 2020. Minjastofnun Íslands gerir ekki athugasemd við tillöguna skv. pósti dags. 13. júlí 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 12/2010.

5.Ósk um umsögn; Heildarendurskoðun ASK Mýrdalshreppur

2006055

Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra við skipulagslýsingu vegna heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2019-2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu á heildarendurskoðun Aðalskipulags Mýrdalshrepps 2019-2031. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun Aðalskipulags beggja sveitarfélaga.

6.Umsókn um lóð; Hvolstún 25

2006056

Baldur Eiðsson kt: 050672-6039, óskar eftir að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 25 skv. meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Baldri Eiðssyni verði úthlutað lóðinni Hvolstún 25 skv. meðfylgjandi umsókn.

7.Umsókn um stöðuleyfi; Fákaflöt

2007014

Birna Sólveig Kristjónsdóttir kt: 131084-3159, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 2 stk. 20 feta gáma skv. meðfylgjandi gögnum á lóðinni Fákaflöt L209731. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 9.7.2020 til 8.7.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 9.7.2020 - 8.7.2021 með þeim fyrirvara að gámarnir verði staðsettir innan lóðamarka Fákaflatar L209731.

8.Umsókn um stöðuleyfi; Þverártún 1 L200661

2007019

Trausti Sigurðsson kt: 061051-4739, óskar eftir stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi á lóðinni Þverártún 1 L200661, Múlakoti Fljótshlíð skv. meðfylgjandi umsókn. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 15. júlí 2020 - 14. júlí 2021.

9.Deiliskipulag; Brú

2003004

Íris Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 4,0 ha landskika í landi Brúar L163848. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, tveimur gestahúsum, geymsluhúsi og gróðurhúsi. Form húsa er frjálst, mænishæð frá gólfi er 6,0 m og verða hús klædd að utan með timbri eða málmi.
Í athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 13. júlí 2020 kemur fram að ekki sé hægt að taka afstöðu til tillögunnar. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðst við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Umsókn um stöðuleyfi; Stóra-Mörk 1

2007041

Árni Sæmundsson sækur um stööuleyfi fyrir sumarhús á lóðinni Stóra-Mörk 5 L228860 skv. meðfylgjandi umsókn. Sótt er um stöðuleyfi 1. ágúst 2020 - 31 júlí 2021.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis frá 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021.

Fundi slitið - kl. 09:15.