2003004
Íris Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 4,0 ha landskika í landi Brúar L163848. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, tveimur gestahúsum, geymsluhúsi og gróðurhúsi. Form húsa er frjálst, mænishæð frá gólfi er 6,0 m og verða hús klædd að utan með timbri eða málmi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.