87. fundur 10. júní 2020 kl. 16:00 - 16:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Breyting; Grenstangi

1910003

Ingjaldur Valdimarsson óskar eftir því að fá að breyta deiliskipulagi á Grenstanga, A_Landeyjum. Breytingin felst í því að frístundabyggð með átta lóðum er breytt í íbúðabyggð. Auk þess breytast mörk skipulagssvæðisins þannig að Grenstangi 2 L187664 verður innan skipulagssvæðis. Á svæðinu eru skilgreindar alls níu lóðir undir íbúðarhús. Lóðir Í1-Í8 eru hver um sig um 2.200 m2 og lóð Í9 er 3.181 m2. Á hverri lóð má byggja allt að þrjú hús, íbúðarhús, bílskúr og gestahús/geymslu. Heildarbyggingarmagn er allt að 300 m2.
Tillagan var auglýst frá 20. apríl 2020 með athugasemdafresti til 27. maí 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Brú

2003004

Íris Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 4,0 ha landskika í landi Brúar L163848. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, tveimur gestahúsum, geymsluhúsi og gróðurhúsi. Form húsa er frjálst, mænishæð frá gólfi er 6,0 m og verða hús klædd að utan með timbri eða málmi.
Tillagan var auglýst frá 20. apríl 2020 með athugasemdafresti til 27. maí 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Landskipti; Spennistöð RARIK, Vallarbraut Hvolsvelli

2004027

RARIK óskar eftir því að skipta ca 56m2 lóð út úr Stórólfshvoli L164192 undir spennistöð, sem er hluti af dreifikerfi RARIK á Hvolsvelli. Lóðin mun fá staðfangið Vallarbraut spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

4.Umsókn um lóð; Gunnarsgerði 9

2005022

Magnús Torfi Jónsson sækur um lóðina Gunnarsgerði 9, skv. meðfylgjand umsóknareyðublaði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Magnúsi Torfa Jónssyni verði úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 9.
Þórir Már Ólafsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Deiliskipulag; Sóltún

2005025

Sigrún Þórarinsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Sóltún L226441. Gert er ráð fyrir afmörkun á tveimur íbúðalóðum, Sóltún 1 og Sóltún 2. Á hvorri lóð er heimilt að byggja allt að þrjú hús, eða íbúðarhús, bílgeymslu og gestahús. Heildarbyggingarmagn á hvorri lóð er 200 m2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórir Már Ólafsson kemur aftur inn á fund.

6.Umsókn um stöðuleyfi; Dímonarflöt 7

2005029

Guðjón Baldvinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20" gám á lóðinni Dímonarflöt 7, skv. meðfylgjandi umsókn og afstöðumynd. Sótt er um stöðuleyfi frá 1. júní 2020 til 31. maí 2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júní til 31. maí 2021.

7.Landskipti; Gularáshjáleiga 2-4

2005036

Sýn fjarskiptafélag óskar eftir því að skipta 256 m2 lóð út úr Gularáshjáleigu land L211074, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af VBV Verkfræðistofu, dags. 15. maí 2020. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið Gularáshjáleiga 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Framkvæmdaleyfi; Jökulsá á Sólheimasandi

2005062

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á brú á Þjóðvegi 1 yfir Jökulsá á Sólheimasandi, skv. meðfylgjandi umsókn.
Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna endurnýjunar á brú við Jökulsá á Sólheimasandi með fyrirvara um leyfi landeigenda.

9.Deiliskipulag - óveruleg breyting; Ormsvöllur

2005064

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að deiliskipulagi við Ormsvöll, sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. desember 2019, verði breytt þannig að innkeyrslur frá Dufþaksbraut inn á lóðir nr. 4 og 6b verði sameinaðar í eina innkeyrslu á lóðarmörkum þessara lóða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á Ormsvelli. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að breytingin verði afgreitt sem óveruleg skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem að lóðarhafar eru samþykkir breytingunni. Einnig eykur breytingin umferðaröryggi þar sem verið er að fækka vegtengingum við Dufþaksbraut.

Fundi slitið - kl. 16:30.