84. fundur 06. apríl 2020 kl. 16:00 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

2.Deiliskipulag; Brú

2003004

Íris Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 4,0 ha landskika í landi Brúar L163848. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, tveimur gestahúsum, geymsluhúsi og gróðurhúsi. Form húsa er frjálst, mænishæð frá gólfi er 6,0 m og verða hús klædd að utan með timbri eða málmi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Landskipti; Skeggjastaðir

2004009

Svanborg Óskarsdóttir óskar eftir því að skipta 36,8 ha spildu út úr jörðinni Skeggjastaðir L163963, í samræmi við mæliblað unnið af Verkfræðistofunni EFLU, dags. 24. febrúar 2020. Hin nýstofnaða spilda mun fá staðfangið Skeggjastaðir 24B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

4.Aðalskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur

2004012

Fyrirhuguð er breyting á Aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Meginmarkmið breytingarinnar er að skilgreina nýjan veg sem mun tengja betur byggðina á Hvolsvelli við íþróttasvæði ásamt því að létta á umferð um þjóðveg 1 í gegnum þéttbýlið og auka umferðaröryggi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 16:45.