83. fundur 24. mars 2020 kl. 13:00 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári Halldórsson fundarstjóri leitar eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

1.Fornhagi; Deiliskipulag

1802046

Á 80. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru að því að gera þyrfti grein fyrir brunavörnum, ásamt því að yfirbragð bygginga væri samræmt og í lágstemmdum jarðlitum. Búið er bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Afturköllun lóðaúthlutunar; Langanes 36 og 38

1909101

Skipulagsnefnd hafnar rökstuðning lóðarhafa Langanes 36 og 38, eins og hann kemur fram í bréfum dags. 7. október 2019 og dags. 21. október 2019, um að skilyrði 3. gr. lóðaleigusamnings frá 20. ágúst 2004 séu uppfyllt. Skipulagsnefnd samþykkir að veita lóðarhafa frest til tveggja ára til að ljúka byggingu sumarhúsa á lóðum 36 og 38 í frístundahúsabyggðinni í Langanesi. Verði skilyrði þessi ekki uppfyllt verða lóðirnar afturkallaðar hvor fyrir sig. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að lóðamálum í frístundahúsabyggðinni í Langanesi ásamt því að vinna drög að nýjum lóðaleigusamningum á öllu svæðinu.

3.Deiliskipulag - Breyting; Grenstangi

1910003

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á Grenstanga. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að breytingin verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Framkvæmdaleyfi; Skógrækt í Bjarkarey

2001030

Á 81. fundi Skipulagsnefndar var afgreiðslu málsins frestað og samþykkt að leita álits Skipulagsstofnunar á erindinu. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum Hamars, Hallgeirseyjarhjáleigu og Hallgeirseyjar.

5.Ósk um skilti; Gallery Pizza

2002007

Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúi vinnur nú þegar að gerð reglna um skilti í Rangárþingi eystra.

6.Landskipti; Brú

2002027

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

7.Deiliskipulag; Brú

2003004

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu deiliskipulagsins verði frestað.
Anton Kári yfirgefur fundinn og Lilja Einarsdóttir tekur við fundarstjórn.

8.Umsókn um stöðuleyfi; Seljalandsfoss

2003012

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 20. mars 2020 til 19. mars 2021.

9.Deiliskipulag - Ytri-Skógar

2003029

Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem eingöngu er verið að auka byggingarmagn á tveimur lóðum. Aðrir skilmálar deiliskipulags eru óbreyttir.

10.Framkvæmdarleyfi; Gularáshjáleiga land

2003034

Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis að undangenginni grenndarkynningu, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Skíðabakka 1-3, Kúfhól, Brúnalundi, Brúnavöllum, Ásbrún, Fossbrún, Stóru-Hildisey 1-2, Vatnshól og Gularási.

Fundi slitið - kl. 14:15.