83. fundur 24. mars 2020 kl. 13:00 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Elín Fríða Sigurðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Anton Kári Halldórsson fundarstjóri leitar eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

1.Fornhagi; Deiliskipulag

1802046

Deiliskipulagstillagan nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Á 80. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda deiliskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu fram athugasemdir sem snéru að því að gera þyrfti grein fyrir brunavörnum, ásamt því að yfirbragð bygginga væri samræmt og í lágstemmdum jarðlitum. Búið er bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar í uppfærðri deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Afturköllun lóðaúthlutunar; Langanes 36 og 38

1909101

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur verið að vinna í lóðamálum í frístundabyggðinni í Langanesi.
Skipulagsnefnd hafnar rökstuðning lóðarhafa Langanes 36 og 38, eins og hann kemur fram í bréfum dags. 7. október 2019 og dags. 21. október 2019, um að skilyrði 3. gr. lóðaleigusamnings frá 20. ágúst 2004 séu uppfyllt. Skipulagsnefnd samþykkir að veita lóðarhafa frest til tveggja ára til að ljúka byggingu sumarhúsa á lóðum 36 og 38 í frístundahúsabyggðinni í Langanesi. Verði skilyrði þessi ekki uppfyllt verða lóðirnar afturkallaðar hvor fyrir sig. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að lóðamálum í frístundahúsabyggðinni í Langanesi ásamt því að vinna drög að nýjum lóðaleigusamningum á öllu svæðinu.

3.Deiliskipulag - Breyting; Grenstangi

1910003

Ingjaldur Valdimarsson óskar eftir því að fá að breyta deiliskipulagi á Grenstanga, A_Landeyjum. Breytingin felst í því að frístundabyggð með átta lóðum er breytt í íbúðabyggð. Auk þess breytast mörk skipulagssvæðisins þannig að Grenstangi 2 L187664 verður innan skipulagssvæðis. Á svæðinu eru skilgreindar alls níu lóðir undir íbúðarhús. Lóðir Í1-Í8 eru hver um sig um 2.200 m2 og lóð Í9 er 3.181 m2. Á hverri lóð má byggja allt að þrjú hús, íbúðarhús, bílskúr og gestahús/geymslu. Heildarbyggingarmagn er allt að 300 m2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi á Grenstanga. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að breytingin verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Framkvæmdaleyfi; Skógrækt í Bjarkarey

2001030

F.h. Bjarkar ehf óskar Þór Bjarkar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 43,2 ha svæði á landi Bjarkareyjar, L210175.
Á 81. fundi Skipulagsnefndar var afgreiðslu málsins frestað og samþykkt að leita álits Skipulagsstofnunar á erindinu. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis að undangenginni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum Hamars, Hallgeirseyjarhjáleigu og Hallgeirseyjar.

5.Ósk um skilti; Gallery Pizza

2002007

Georg Pétur Brekkan, eigandi Gallerý pizza (Gengur ehf), óskar eftir því að fá að setja niður skilti á gatnamótum Austurvegar og Hvolsvegar.
Afgreiðslu erindisins er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúi vinnur nú þegar að gerð reglna um skilti í Rangárþingi eystra.

6.Landskipti; Brú

2002027

Bryndís Emilsdóttir óskar eftir því að skipta 4,0 ha lóð út úr Brú L163848, skv. meðfylgjandi mæliblaði unnu af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 23. janúar 2020. Hin nýstofnaða lóð mun fá staðfangið Brú 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

7.Deiliskipulag; Brú

2003004

Íris Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 4,0 ha landskika í landi Brúar L163848. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, tveimur gestahúsum, geymsluhúsi og gróðurhúsi. Form húsa er frjálst, mænishæð frá gólfi er 6,0 m og verða hús klædd að utan með timbri eða málmi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu deiliskipulagsins verði frestað.
Anton Kári yfirgefur fundinn og Lilja Einarsdóttir tekur við fundarstjórn.

8.Umsókn um stöðuleyfi; Seljalandsfoss

2003012

Seljaveitingar ehf. óska eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir söluvagn við Seljalandsfoss. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 20. mars 2020 til 19. mars 2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 20. mars 2020 til 19. mars 2021.

9.Deiliskipulag - Ytri-Skógar

2003029

Deiliskipulagsbreytingin tekur til breytinga á byggingarskilmálum á tveimur lóðum á Ytri Skógum. Annars vegar er um að ræða lóð farfuglaheimilisins, þar sem að heildar byggingarmagn er aukið úr 800 m2 í 1500 m2. Aðrir skilmálar eru óbreyttir. Hins vegar er um að ræða lóð undir móttöku- og aðstöðuhús við nýtt bílastæði við Skógafoss. Þar er byggingarreitur stækkaður og byggingarmagn aukið úr 200 m2 í 500 m2. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem eingöngu er verið að auka byggingarmagn á tveimur lóðum. Aðrir skilmálar deiliskipulags eru óbreyttir.

10.Framkvæmdarleyfi; Gularáshjáleiga land

2003034

Sýn ehf óskar eftir leyfi til þess að setja upp 30m hátt fjarskptamastur á lóðinni Gularáshjáleiga land L211074, skv. meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis að undangenginni grenndarkynningu, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir íbúum á Skíðabakka 1-3, Kúfhól, Brúnalundi, Brúnavöllum, Ásbrún, Fossbrún, Stóru-Hildisey 1-2, Vatnshól og Gularási.

Fundi slitið - kl. 14:15.