80. fundur 06. janúar 2020 kl. 11:00 - 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fornhagi; Deiliskipulag

1802046

Deiliskipulagstillagan nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. nóvember sl. með athugasemdarfresti til 1. janúar sl. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram engar vísbendingar um fornleifar finnist á skipulagssvæðinu en vakin er athygli á garði sem liggur vestan og norðan við hið skipulagða svæði. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar um að mikilvægt sé að garðinum verði ekki raskað að óþörfu. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands séu vistgerðir með hátt verndargildi innan skipulagssvæðis ásamt ríku fulgalífi. Að auki bendir Umhverfisstofnun á að tillagan muni hafa umtalsvert rask í för með sér í formi vegagerðar, bílastæða, húsbygginga o.s.frv. Skipulagsnefnd bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands var sérstaklega fengin til þess að skoða umrætt svæði m.t.t. áhrifa á votlendi og vistkerfi svæðisins. Í umsögn Náttúrufræðstofnunar er ekki gerð athugasemd við umfang eða staðsetningu skipulagssvæðis. Að mati Náttúrufræðistofnunar er verndargildi þess svæðis sem er innan deiliskipulagsreits mjög takmarkað og ekki sé ástæða til að gera athugasemd við þessa framkvæmd með það í huga. Kostur við svæðið er að stutt er inn á vegi og þarf því ekki að koma til mikillar vegalagningar yfir mýrarsvæði. Skiplagsnefnd bendir á að óhjákvæmilega hafi framkvæmdin rask í för með sér en að því verði haldið í algjöru lágmarki meðan á framkvæmdatíma stendur. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að halda skuli fjölda tenginga við þjóðvegi í lágmarki og vanda skuli útfærslu þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fornhagi; Aðalskipulagsbreyting

1901006

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram engar vísbendingar um fornleifar finnist á skipulagssvæðinu en vakin er athygli á garði sem liggur vestan og norðan við hið skipulagða svæði. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar um að mikilvægt sé að garðinum verði ekki raskað að óþörfu. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands séu vistgerðir með hátt verndargildi innan skipulagssvæðis ásamt ríku fulgalífi. Að auki bendir Umhverfisstofnun á að tillagan muni hafa umtalsvert rask í för með sér í formi vegagerðar, bílastæða, húsbygginga o.s.frv. Skipulagsnefnd bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands var sérstaklega fengin til þess að skoða umrætt svæði m.t.t. áhrifa á votlendi og vistkerfi svæðisins. Í umsögn Náttúrufræðstofnunar er ekki gerð athugasemd við umfang eða staðsetningu skipulagssvæðis. Að mati Náttúrufræðistofnunar er verndargildi þess svæðis sem er innan deiliskipulagsreits mjög takmarkað og ekki sé ástæða til að gera athugasemd við þessa framkvæmd með það í huga. Kostur við svæðið er að stutt er inn á vegi og þarf því ekki að koma til mikillar vegalagningar yfir mýrarsvæði. Skiplagsnefnd bendir á að óhjákvæmilega hafi framkvæmdin rask í för með sér en að því verði haldið í algjöru lágmarki meðan á framkvæmdatíma stendur. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um lóð; Ormsvöllur 6

1910047

Naglverk ehf Óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 6b samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 6b.

4.Deiliskipulag, breyting - Þingheimar

1912007

Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Þingheimar L172470, áður Forsæti 3. Breytingin felur í sér stækkun á skipulagssvæðinu til suðvesturs um ca 50m. Innan stækkunarinnar er afmarkaður nýr byggingarreitur D þar sem heimilt er að byggja skemmu/hesthús allt að 500 m2 að stærð. Hámarkshæð byggingar er 7m. Byggingarreitir/lóðir A, B og C verður breytt úr frístundahúsalóðum í íbúðarlóðir.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og meginforsendur breytinganna liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu.

5.Deiliskipulag; Nýr ofanbyggðarvegur á Hvolsvelli

1912031

Um er að ræða nýtt deiliskipulag af svokölluðum Ofanbyggðarvegi. Vegurinn mun liggja frá hringtorgi við Þjóðvegi nr. 1, sem staðsett verður vestan við Hvolsvöll. Frá hringtorginu mun vegurinn liggja norður fyrir byggðina á Hvolsvelli og tengjast Nýbýlavegi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Umsókn um lóð; Ormsvöllur 15

2001003

Spesían ehf Óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 15 samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 15 með fyrirvara um að, fyrir 1. júlí 2020, verði grenndarstöð Sorpstöðvar Rangárvallasýslu fundinn framtíðar staðsetning. Að öðrum kosti fellur úthlutun lóðarinnar úr gildi frá og með sama tíma.

Fundi slitið - kl. 13:00.