79. fundur 09. desember 2019 kl. 11:00 - 12:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Útskák; Aðalskipulagsbreyting

1901010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 5 ha svæði sem nefnist Útskák og er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Breytt er landnotkun úr landbúnaðarlandi (L) í íbúðarbyggð (ÍB) og frístundabyggð (F). Íbúðarbyggðin er með allt að fimm lóðum og frístundabyggðin með allt að fimm lóðum.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að tillagan samræmist illa kafla 2.1.1 í Landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbæra byggð. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er þétt byggð í næsta nágrenni og aðkoma og tengingar við veitukerfi góðar. Ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að rökstyðja þurfi sérstaklega af hverju vikið sé frá stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins um landbúnaðarland. Skipulagsnefnd bendir á að á svæðinu er nú þegar þétt byggð óháð búrekstri og verið er að stækka það svæði. Svæðið í kring er að hluta til skilgreint sem íbúðarbyggð og frístundabyggð. Breytingin víkur því að litlu leyti frá stefnu í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1

1906090

Deiliskipulagstillagan nær frá Þjóðvegi 1 í norðri, Bakkakotsá til vesturs og inn á tún til austurs og suðurs. Heildar skipulagssvæðið er 20.500 m2. Gert er ráð fyrir að taka 730 m2 spildu undir frístundalóð þar sem gert er ráð fyrir byggingu 80 m2 frístundahúss á einni hæð auk 30 m2 geymsluskúrs. Hámarks hæð húss frá gólfkóta er 4,0m.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 25. september 2019 með athugasemdafresti til 6. nóvember 2019. Einnig var tillagan send til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að færa þurfi staðsetningu og útlínur fornminja, sem liggja meðfram aðkomuvegi og ná suður fyrir áætlaðan byggingarreit, inn á deiliskipulagsuppdrátt. Þar sem að fornminjar liggja mjög þétt austan við fyrirhugaðan aðkomuveg auk þess að vera mjög nálægt fyrirhugðuðm byggingarreit þá þurfi að taka tillit til þeirra við framkæmdir við vegslóðann svo og við aðrar framkvæmdir innan svæðis s.s. lagnir og trjáplöntun. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Minjastofnunar og hefur verið brugðist við þeim á skipulagsuppdrætti. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á mögulega flóðahættu við gos í sunnanverðum Eyjafjallajökli með flóðahættu um 0,2-0,5m af kyrrstæðu vatni. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfar þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að leitast skuli við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði á bökkum og næsta umhverfi vatnsins. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar og leggur áherslu á að náttúrulegri ásýnd árbakkans verði viðhaldið. Einnig bendir Umhverfisstofnun á að fyrirhugaður aðkomuvegur sé ekki skilgreindur sem þjóðvegur í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd bendir á að vinna er í gangi við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem brugðist verður við fyrrgreindri athugasemd. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að af öryggisráðstöfun þá er vegtengingunni hafnað eins og hún er sýnd á skipulagsuppdrætti. Farið er fram á að hún verði færð fjær brú í austurátt eða um ca 110m. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar og fer fram á að tekið verði tillit til athugasemda umsagnaraðila.

3.Deiliskipulag - Sopi

1908007

Tómas Ísleifsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Sopa L172511. Deiliskipulagið nær til 2,5 ha svæðis og tekur til byggingar íbúðarhúss og aðstöðuhúss auk aðkomuvegar.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 25. september 2019 með athugasemdafresti til 6. nóvember 2019. Einnig var tillagan send til umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfar þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að í norðaustur jaðri svæðisins sé garðlag sem er að hluta innan skipulagssvæðisins. Búið er að færa staðsetningu og útlínur garðlagsins inn á deiliskipulagsuppdrátt. Búið er að óska eftir undanþágu fra 4. mgr. 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem um er að ræða staðsetningu á íbúðarhúsi í minna en 100m fjarlægð frá stofnvegi. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að fyrrgreind undanþága frá fjarlægðartakmörkunum verði veitt og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Aðalskipulagsbreyting; Hamar

1908008

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða að breyta landnotkun á 2,0 ha spildu á lóðinni Hamar L218934 úr landbúnaðarsvæði (L) í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu allt að 7 gistiskálum, hver um sig 35-60 m2 og aðstöðuhúsi allt að 250 m2. Heildarbyggingarmagn getur verið allt að 700 m2. Mænishæð getur verið allt að 6m.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða í norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi grein fyrir vatnsöflun og hvernig fráveitumálum verði háttað. Búið er að gera grein fyrir því í greinargerð breytingarinnar. Skipulagsstofnun bendir einnig á að skipulagsáformin séu ekki í samræmi við stefnu aðalskipulags um landbúnaðarland. Skipulagsnefnd bendir á að mjög lítill hluti landbúnaðarlands er undir í viðkomandi skipulagstillögu og mun starfsemin sem tillagan byggir á eingöngu styrkja stoðir undir atvinnuuppbyggingu á jaðarsvæði sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Aðalskipulagsbreyting; Kirkjuhvoll

1908009

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á um 0,3 ha af íbúðarbyggð (ÍB114) og um 0,5 ha af landbúnaðarsvæði (L) í svæði fyrir samfélagsþjónustu (S).
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að fá þurfi fornleifafræðing til að uppfæra fyrirliggjandi fornleifaskráningu á svæðinu og skrá inn á uppdrætti. Að auki þurfi að gera húsakönnun og húsaskráningu þeirra húsa sem eru innan skipulagssvæðis. Búið er að gera grein fyrir viðbrögðum við umsögn Minjastofnunar í greinargerð breytingarinnar og verður gerð frekari grein fyrir skráningu fornminja í deiliskipulagi. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að staðbundin aftakaúrkoma getur valdið vandkvæðum ef ekki er gætt að því að ofanvatn komist í jarðveginn eða í fráveitukerfið. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gerð verði ítarleg grein fyrir ofanvatnslausnum við deiliskipulagsgerð. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi betri grein fyrir tengslum við Landsskipulagsstefnu. Gerð er grein fyrir samræmi við Landsskipulagsstefnu í greinargerð breytingarinnar auk þess sem að hugað verði að sjálfbærum ofanvatnslausnum og umhverfisvænum lausnum varðandi flokkun og endurvinnslu sorps. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulagsbreyting; Ystabæliskot

1908010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða um 20 ha spildu úr Ystabæliskoti L163695, þar sem landnotkun verður breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í íbúðarbyggð (ÍB). Gert verður ráð fyrir 5 íbúðarhúsum á svæðinu.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 30. september 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á ef um gos í suðurhluta Eyjafjallajökuls er að ræða er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Einnig getur gos í Eyjafjallajökli valdið miklu öskufalli á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að það komi fram í tillögunni hvernig breytingin samrýmist kafla 2.1.1 í Landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um sjálfbær byggð í skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að byggingar eru þegar á svæðinu og og aðkoma og tengingar við veitukerfi eru góðar. Ekki er verið að raska samfelldu landbúnaðarlandi og er mjög lítill hluti landbúnaðarlands undir í skipulagstillögunni. Í umsögn Minjastofnunar Íslands er bent á að fá þurfi fornleifafræðing til að skrá fornleifar á svæðinu. Í greinargerð breytingarinnar er tekið fram að við deiliskipulag svæðisins verði tekið tillit til fornminja og útlínur þeirra sýndar á uppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Deiliskipulag - Breyting; Brúnir 1

1909108

Svarið ehf óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Brúna 1 L227590. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir aukningu á byggingarmagni úr 115 m2 í 340 m2.
Að mati skipulagsnenfdar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn en aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags halda sér. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.

8.Dufþaksbraut 14; Þyrlupallur

1909109

F.h. Midgard ehf Óskar Arnar Gauti Markússon eftir leyfi til þess að byggja skýli fyrir þyrlu við Dufþaksbraut 14 á Hvolsvelli. Að auki er óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna útgerðar þyrlu á Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu en bendir á að staðsettur er flugvöllur vestan við Hvolsvöll, eða í landi Miðkrika þar sem rekstur þyrluþjónustu gæti samræmst skipulagi.

9.Aðalskipulagsbreyting; Lambalækur

1910019

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-322) á jörðinni Lambalækur (L164045), verður breytt í íbúðabyggð. Vestan við frístundabyggðina liggur íbúðarbyggð í landi Kvoslækjar (ÍB-366) og verður það svæði stækkað um það sem nemur stærð frístundabyggðar F-322.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2019. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að búið er að skrá fornleifar á jörðinni Lambalækur. Minjastofnun telur að sýna þurfi staðsetningu og útlínur fornleifa á svæðinu á uppdrætti og taka tillit til þeirra í greinagerð. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Minjastofnunar. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd skuli leitast við að viðhalda náttúrulegum bakkagróðri við ár og stöðuvötn og haga mannvirkjum og framkvæmdum þannig að sem minnst röskun verði af. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar. Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir rökstuðningi fyrir þörf á stækkun á íbúðarsvæði ÍB-366 þegar þar eru fyrir óbyggðar lóðir á íbúarsvæði skv. gildandi skipulagi. Skipulagsnefnd bendir á að það svæði sem breyta á í íbúðabyggð er nú þegar skipulagt sem frístundabyggð. Ekki er verið að fjölga byggingarreitum eða lóðum og verður þeim í raun fækkað í breyttu deiliskipulagi. Svæðið verður ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélagið þar sem aðkoma er nú þegar mjög góð. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Aðalskipulagsbreyting; Grenstangi

1910020

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-218) á jörðinni Grenstanga verði breytt í íbúðabyggð (ÍB).
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2019. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu eða norðurhluta Eyjafjallajökuls sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að gera þurfi grein fyrir hvaða mannvirki séu fyrir á svæðinu og hvernig þau samræmist áformum um breytta notkun og hvenær núverandi frístundahúsum skuli breytt í íbúðarhús. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að gerð verði grein fyrir núverandi mannvirkjum á deiliskipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd bendir á að til þess að hægt sé að skrá mannvirki sem íbúð eða íbúðarhús þarf það að uppfylla almennar kröfur til íbúða eins og það kemur fram í kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Langanes; Afturköllun á úthlutunum lóða

1911042

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur verið að vinna í lóðamálum í frístundabyggðinni í Langanesi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

12.Aðalskipulagsbreyting; Brúnir 1

1912011

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að skipulagsákvæðum fyrir landnotkunarreit VÞ-239 á Brúnum 1 verði breytt á þann veg að byggingarmagn fari úr 115 m2 í 340 m2.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða. Eingöngu er verið að auka byggingarmagn en aðrir skilmálar gildandi aðalskipulags á svæðinu halda sér. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til yfirferðar staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Fljótshlíðarskóli; kaupsamningur

1912013

Við sölu á Fljótshlíðarskóla frá árinu 2005 er í kaupsamningi á milli aðila, annars vegar sveitarfélagsins Rangárþings eystra og hins vegar Fljótshlíðinga ehf, gert ráð fyrir 500 m2 viðbyggingu við hið selda skólahús.
Að mati skipulagsnefndar er til staðar byggingarréttur á allt að 500 m2 viðbyggingu, skv. kaupsamningi frá árinu 2005.

Fundi slitið - kl. 12:20.