77. fundur 11. nóvember 2019 kl. 13:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Óskað er eftir því að bæta máli nr. 9 við dagskrá. Samþykkt samhljóða.

1.Aðalskipulagsbreyting; Grenstangi

1910020

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-218) verði breytt í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur ákveðið að fara í heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2024.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu heildarendurskoðunar aðalskipulags Rangárþing eystra 2020-2032 og mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar hjá Skipulagsstofnun og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Breyting; Brúnir 1

1909108

Svarið ehf óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Brúna 1 L227590. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir aukningu á byggingarmagni úr 115 m2 í 328 m2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi á Brúnum 1 verði heimiluð.

4.Deiliskipulag - breyting - Ormsvöllur 6

1910046

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að deiliskipulagi við Ormsvöll, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 14. janúar 2016, verði breytt þannig að lóð nr. 6 verði skipt upp í 3 lóðir. Nr. 6, 6a og 6b. Eftir breytingu verður stærð lóðar nr. 6, 4.506 m2, lóð nr. 6a verður 2.175 m2 og 6b verður 2.688 m2. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags munu halda sér.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna breytingu á deiliskipulagi við Ormsvöll. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að ekki er verið að auka byggingarmagn né breyta byggingarskilmálum samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

5.Framkvæmdarleyfi; Efnistaka á Glæsistöðum, náma

1910051

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegan efnistöku í landi Glæsistaða, V-Landeyjum. Sótt er um leyfi til efnistöku á allt að 10.000 m3, á svæði sem er 12.000 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

6.Umsókn um stöðuleyfi; Hólar L164261 (Litli Moshvoll)

1910104

Hafsteinn Grétarsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40" gámi á lóðinni Litli-Moshvoll (Hólar) L164264. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 1. desember 2019 til 30. nóvember 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. des 2019 til 30. nóv 2020.

7.Landskipti; Grenstangi, frístundahúsalóðir, gamalt

1911012

Óskað er eftir staðfestingu á eldri landskiptum út úr Grenstanga 3 L187665. Stofnaðar voru lóðirnar Grenstangi lóð G1 L218728, Grenstangi lóð G2 L218729, Grenstangi lóð G3 L218730, Grenstangi lóð G4 L218731, Grenstangi lóð G5 L218732, Grenstangi lóð G6 L218733, Grenstangi lóð G7 L163913 og Grenstangi lóð G8 L163912.
Skipulagsnefnd staðfestir landskiptin.

8.Landskipti; Austurvegur 16-18

1911013

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að lóðinni Suðurlandsv. v/Hvolsv. L164468 verði skipt upp í tvær lóðir. Annars vegar Austurvegur 16 og hins vegar Austurvegur 18. Á lóðinni í dag eru spennistöðvar RARIK og Landnets.
Skipulagsnefnd staðfestir landskiptin og heitin á hinum nýju lóðum.

9.Umsókn um lóð; Ormsvöllur 6

1910047

Naglverk ehf óskar eftir þvi að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 6a.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 6a.

Fundi slitið.