75. fundur 07. október 2019 kl. 16:00 - 17:53 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg. Á síðasta fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd og einnig hjá samgöngu- og umferðarnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag - Laxhof

1906066

Timo Reimers leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Laxhof, sem er 1 ha landspilda, stofnuð út úr Hesteyrum 3 í V-Landeyjum. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss og gestahúss, auk aðkomuvega.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag - Kaffi Langbrók

1906112

Ingibjörg E. Sigurðardóttir leggur fram tillögu að deiliskipulag á Kirkjulæk 3 í Fljótshlíð. Tillagan tekur til byggingar parhúss, tveggja bílskúra og stækkunar á veitingastaðnum Kaffi Langbrók.
Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar. Umhverfisstofnun telur að tillagan muni ekki hafa neikvæð umhverfisáhrif í för með sér, en bendir á að mjög góðu landbúnaðarlandi verði raskað með húsbyggingum og vegagerð. Skipulagsnefnd bendir á að nú þegar er ferðaþjónustutengd starfsemi á svæðinu og verður mjög litlum hluta af góðu landbúnaðarlandi svæðisins raskað. Viðkomandi bygging og vegagerð mun eingöngu styrkja stoðir starfseminnar. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel

1907004

Dofri Eysteinsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi á þremur íbúðarhúsalóðum sem eru stofnaðar út úr Dalsseli 2. Lóðirnar eru allar um 2,7 ha að stærð og er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, geymslu og gestahús á hverri lóð.
Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að vegna hárrar grunnvatnsstöðu þurfi að beita öðrum lausnum en hefðbundnum siturlögnum við fráveitu. Búið er að bregðast við því í greinargerð skipulagsins þar sem tekið er fram að hreinsivirki skuli staðsett á efri hluta lóðar, innan byggingarreits. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að mikilvægt er að forðast röskun á búsvæði Skúms, sem er flokkaður sem tegund í bráðri útrýmingarhættu og á válista Náttúrufræðistofnunar. Skipulagsnefnd tekur undir ábendinguna en bendir á að byggingar eru ekki áætlaðar innan svæðis sem raskar búsvæði Skúms. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Steinmóðarbær 4

1908014

Deiliskipulagstillagan tekur til 12.600 m2 svæðis innan lands Steinmóðarbæjar 4 L228221. Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 200 m2 íbúðarhús, allt að 200 m2 skemmu og tvö gestahús, sem eru hvort um sig allt að 45 m2. Mænishæð íbúðarhúss og gestahúss getur verið allt að 5,0m en mænishæð skemmu allt að 7,0m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag; Skiphóll

1909043

Deiliskipulagstillagan tekur til 32,5 ha spildu, Skiphóls L L216258. Á byggingarreit Í1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, allt að 50 m2 bílgeymslu og allt að 40 m2 gestahús. Hámarkshæð mænis er allt að 6,0m yfir botnplötu. Á byggingarreitum F1 og F2 er heimilt að byggja allt að 70 m2 frístundahús auk 15 m2 smáhýsis. Hámarkshæð mænis yfir botnplötu er allt að 5,0m. Á byggingarreit Ú1 er heimilt að reisa allt að 1.000 m2 hús fyrir hestatengda starfsemi eða aðra landbúðanartengda starfsemi. Mænishæð getur veirð allt að 10m m.v. hæð jarðvegs umhverfis húsið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Breytt skráning staðfangs; Gularás land

1909057

Helga Sigríður Halldórsdóttir óskar eftir því að breyta staðfangi á Gularási land L216258. Hið nýja staðfang verður Skiphóll.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að staðfangi á Gularási land L216258 verði breytt í Skiphóll.

8.Deiliskipulag - breyting; Borgareyrar

1909058

Guðmundur Þór Jónsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á Borgareyrum L163747. Svæðið sem breytingin nær yfir er um 8,0 ha. Breytingin felst í því að byggingarreitur B1 er felldur út og afmarkaðar tvær nýjar lóðir. Á lóð 1 verður heimilt að byggja það sem áður var heimilt á byggingarreit B1 skv. eldra skipulagi. Á lóð 2 eru ekki fyrirhugaðar neinar byggingar.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu.

9.Deiliskipulag - Ytri Rot

1909062

Jakob Lárusson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á lóðinni Ytri-Rot L228817. Hugmyndin er sú að vera með ferðaþjónustutengda starfsemi í byggingum sem væru í 19. aldar stíl, þeas torfbæir og bárujárnsklæddar byggingar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

10.Umsókn um lóð; Langanes 41

1909064

Naglverk ehf kt: 560317-0420 óskar eftir því að fá úthlutað lóðunum Langanes 41, 43, og 47 undir frístundahús.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram í lóðamálum á svæðinu.

11.Landskipti; Seljalandssel

1909074

Jón Gunnar Aðils kt: 301066-3929, óskar eftir því að skipta 8,0 ha spildu út úr Seljalandsseli L163799 skv. uppdrætti unnum af Landform, dags. 20. sept. 2019. Hin nýstofnaða spilda mun fá staðfangið Eyjasel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

12.Umsókn um lóð; Gunnarsgerði 4

1909099

BT-Mót ehf kt: 700418-0570, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 4 undir 3ja íbúða raðhús.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðaúthlutun.

13.Deiliskipulag; Lambafell

1909104

Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smáhýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum varðandi áætlaðan gestafjölda, fyrikomulagi sorphirðu og fráveitu.

14.Deiliskipulag - Breyting; Brúnir 1

1909108

Svarið ehf óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Brúna 1 L227590. Í breytingartillögunni er gert ráð fyrir aukningu á byggingarmagni úr 115 m2 í 435 m2.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisns og óskar eftir frekari upplýsingum um ástæðu á fyrihugaðri breytingu á byggingarmagni.

15.Deiliskipulag; Eyvindarholt

1909110

TG-Travel ehf. óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á jörðinni Eyvindarholt L163761. Tillagan nær til ca 4,0 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir fjórum byggingarreitum. Innan byggingarreits B1 er heimilt að byggja allt að sex gestahús, hvert um sig allt að 50 m2. Á byggingarreit B2 er íbúðarhús sem heimilt verður að stækka og byggja bílskúr, allt að 300 m2. Innan byggingarreits B3 er heimilt að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús á einni hæð með bíslkúr. Innan byggingarreits B4 er fjárhús og hlaða sem heimilt verður að stækka í allt að 350 m2. Fjárhúsinu verður breytt í gistiaðstöðu fyrir allt að 12 gesti. Mænishæð bygginga getur verið allt að 5,0 m m.v. gólfkóta.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. gr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:53.