1811020
Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg. Á síðasta fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd og einnig hjá samgöngu- og umferðarnefnd.