74. fundur 05. september 2019 kl. 16:00 - 17:49 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.
Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Málinu frestað og vísað til umfjöllunar hjá samgöngu- og umferðarnefnd og einnig hjá fræðslunefnd.

2.Framkvæmdaleyfi; lagning rafstrengs milli Húsadals og Langadals

1811039

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Rangþarþings eystra um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar við lagningu rafstrengs úr Húsadal yfir í Langadal og Bása í Þórsmörk.
Skipulagsnefnd samþykkir drög að umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar við lagningu rafstrengs úr Húsadal yfir í Langadal og Bása.

3.Fornhagi; Deiliskipulag

1802046

Deiliskipulagstillagan nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu. Málinu var frestað á sínum tíma vegna athugasemdar Umhverfisstofnunar varðandi votlendi. Að mati nefndarinnar er búið er að bregðast við þeim athugasemdum á fullnægjandi hátt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fornhagi; Aðalskipulagsbreyting

1901006

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Lýsingin hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa, 3. desember 2018. Málinu var frestað á sínum tíma vegna umsagnar Umhverfisstofnunar er varðaði röskun á votlendi. Að mati skipulagsnefndar hefur nú verið brugðist við þeim athugasemdum á fullnægjandi hátt. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skiplagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landskipti; Miðey

1907096

Halldór Guðmundsson kt: 130663-2499, óskar eftir því að skipta 40,18 ha landspildu út úr Miðey L163883 skv. uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU, dags. 03.07.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Miðey 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

6.Gimbratún 33, umsókn um stöðuleyfi

1908013

Júlíus Steinarsson kt: 011258-7199, óskar eftir því að framlengja stöðuleyfi fyrir 20 feta íbúðargám á lóðinni Gimbratún 33. Óskað er eftir stöðuleyfi til 31.5.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 31.5.2020.

7.Breytt skráning staðfangs; Kirkjulækur 3lóð

1908038

Arndís Pétursdóttir og Fjölnir Sæmundsson óska eftir því að breyta staðfangi á Kirkjulæk 3 lóð L198622. Hið nýja staðfang mun vera Kúmen.
Skipulagsnefnd samþykkir breytt staðfang á Kirkjulæk 3 lóð L198622 í Kúmen.

8.Landskipti; Kirkjulækur 3

1908039

Ingibjörg Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 7700 m2 landspildu út úr Kirkjulæk 3 L163031 skv. uppdrætti unnum af Landnot dags. 15.8.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Kirkjulækur 3H.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Hellishólar; Umsókn um stöðuleyfi

1908051

Kjartan Kópsson kt: 121068-5409, óskar eftir því að framlengja stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi á lóðinni Gimbratún 27. Óskað er eftir að framlengja stöðuleyfið til 1.9.2020.
Stöðuleyfi var framlengt um 12 mánuði fyrir ári síðan með þeim skilyrðum að skilað yrði inn teikningum af fyrirhuguðu sumarhúsi, ásamt umsókn um byggingarleyfi, innan tiltekins tíma stöðuleyfis. Ekki hafa borist nein hönnunargögn né umsókn um byggingarleyfi. Skipulagsnefnd hafnar því veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða en veitir umsækjanda stöðuleyfi til þriggja mánaða, ntt. til 5. desember 2019, gegn þeim skilyrðum að hönnunargögn og umsókn um byggingarleyfi berist innan tiltekins tíma.

10.Landskipti; Stóra-Borg

1908052

F.h. landeigenda Stóru Borgar óskar Brynjólfur Guðmundsson eftir því að skipta lóðunum Stóra Borg 2 stærð 2500 m2 og Stóra Borg 4 stærð 2500 m2 út úr Stóru Borg L163726. Lóðirnar eru skilgreindar skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

11.Seljalandsfoss; Skilti við þjóðveg

1909001

F.h. landeigenda við Seljalandsfoss óskar Kristján Ólafsson eftir því að setja upp skilti við Seljalandsmúla.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila uppsetningu umrædds skiltis við Seljalandsmúla.

12.Breytt skráning landeignar; Steinmóðarbær 3 og 4

1909002

Guðrún S. Sigurðardóttir og Markús Ó. Sigurðsson óska eftir því að breyta staðfangi á Steinmóðarbæ 3 L228220 og Steinmmóðarbæ 4 L228221. Steinmóðarbær 3 mun fá staðfangið Hólmatún og Steinmóðarbær 4 mun fá staðfangið Hólmabakki.
Skipulagsnenfd samþykkir breytt staðföng á Steinmóðarbæ 4 L228221 í Hólmabakki og Steinmóðarbæ 3 L228220 í Hólmatún.

13.Útskák; Aðalskipulagsbreyting

1901010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 5 ha svæði sem nefnist Útskák og er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Breytt er landnotkun úr landbúnaðarlandi (L) í íbúðarbyggð (ÍB) og frístundabyggð (F). Íbúðarbyggðin er með allt að fimm lóðum og frístundabyggðin með allt að fimm lóðum.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:49.