73. fundur 19. ágúst 2019 kl. 09:30 - 12:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Fundarstjóri óskar eftir að bæta máli nr 19 við dagskrá fundar. Samþykkt samhljóða.

1.Útskák; Deiliskipulag

1608057

Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, leggur fram lýsingu að deiliskipulagstillögu fyrir Útskák í Fljótshlíð. Tillagan tekur til rúmlega 5,8 ha landspildu úr landi Kirkjulækjarkots og eru afmarkaðar allt að fimm íbúðarhúsalóðir og allt að fimm frístundahúsalóðir.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.
Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Ákveðið hefur verið að gera smávægilega breytingu á gatnamótum Nýbýlavegar, Hvolstúns og akstursleiðar inn í hið nýja hverfi. Í staðinn fyrir hefðbundin krossgatnamót kemur hringtorg sem að veldur því að lóð nr. 48 við Nýbýlaveg minnkar úr 1262 m2 niður í 1160 m2. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fornhagi; Aðalskipulagsbreyting

1901006

Sveitarstjórn Rangþarþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til 15 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779. Þar er annars vegar um að ræða 6,3 ha tjaldsvæði þar sem gert er ráð fyrir tjöldum, ferðavögnum, húsbílum og hjólhýsum og hins vegar 8,7 ha svæði fyrir allt að 50 gistihús, 400 m2 þjónustuhúss, 100 m2 salernis- og sturtuaðstöðu og 145 m2 grillhúss.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Lýsingin hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa, 3. desember 2018. Málinu var frestað á sínum tíma vegna umsagnar Umhverfisstofnunar er varðaði röskun á votlendi. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

4.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Tillagan tekur til stækkunar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli um allt að 3.000 m2 í tveimur álmum. Gert er ráð fyrir stækkun á Heilsugæslustöðinni um allt að 300 m2 og allt að 30 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Íbúðirnar verða í raðhúsum á einni hæð og hluti þeirra verður með bílskúr.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu, með þeim óverulegu breytingum, sem ræddar voru á fundinum. Tillagan verður kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga.

5.Deiliskipulag - Efra-Bakkakot, lóð 1

1906090

Deiliskipulagstillagan nær frá Þjóðvegi 1 í norðri, Bakkakotsá til vesturs og inn á tún til austurs og suðurs. Heildar skipulagssvæðið er 20.500 m2. Gert er ráð fyrir að taka 730 m2 spildu undir frístundalóð þar sem gert er ráð fyrir byggingu 80 m2 frístundahúss á einni hæð auk 30 m2 geymsluskúrs. Hámarks hæð húss frá gólfkóta er 4,0m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Framkvæmdaleyfi; Efnistaka úr námu E-367 Vorsabæ

1907085

Kristinn Ólafsson, fh. Hólaskarðs ehf, sækir um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku og efnisvinnslu í landi Vorsabæjar, úr námu sem skilgreind er sem E367 í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Hafin er vinna við gerð mats á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar efnistöku.
Í skipulagsákvæðum aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024 er stærð námu, sem skilgreind er sem E-367, sögð vera 15.000 m2/49.000 m3. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að búið sé að vinna mat á umhverfisáhrifum sbr. Lög um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, áður en að stærð efnistökusvæðis verður 50.000m2/150.000m3. Að öðrum kosti verði efnistaka stöðvuð. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr námu sem skilgreind er sem E-367 á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

7.Stöðuleyfi; Umsókn um stöðuleyfi, Brúnir 1

1907088

Halldór Pálsson, fh. Svarsins ehf, óskar eftir því að fá stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á áningarstað Vegagerðarinnar við gatnamót Þjóðvegar nr.1 og Landeyjahafnarvegs. Gámurinn verður klæddur að utan með kynningu á áformum Svarsins um uppbyggingu á svæðinu sem og kynningu á Vestmannaeyjum. Óskað er eftir stöðuleyfi frá 29. júlí 2019 til 28. júlí 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 29. júlí 2019 til 28. júlí 2020.

8.Deiliskipulag - Lambalækur, íbúðarhúsalóðir

1907095

Brynjólfur Bjarnason óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Lambalækjar í Fljótshlíð. Í breytingartillögunni verður gert ráð fyrir því að frístundabyggð verði breytt í íbúðarbyggð. Að auki verður bætt við einum byggingarreit innan lóðar með landnúmerið L173087. Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landskipti; Steinmóðarbær

1908004

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 15,0 ha spildu út úr Steinmóðarbæ L163806, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU, dags. 3.7.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Bræðrapartur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

10.Landskipti; Kirkjulækur 3

1908005

Ingibjörg Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 11,5 ha spidlu út úr Kirkjulæk 3 skv. meðfylgjandi uppdrætti, unnum af Landnot dags. 15.8.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Kirkjulækur 3B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

11.Deiliskipulag - Sopi

1908007

Tómas Ísleifsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Sopa L172511. Deiliskipulagið nær til 2,5 ha svæðis og tekur til byggingar íbúðarhúss og aðstöðuhúss auk aðkomuvegar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd bendir á að sækja þarf um undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum við stofn- og tengivegi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, þar sem að fjarlægð frá byggingarreit að Akureyjarvegi nær ekki 100m. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Aðalskipulagsbreyting; Hamar

1908008

Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 2,0 ha spildu á lóðinni Hamar L218934 úr landbúnaðarsvæði (L) í svæði undir verslun- og þjónustu (VÞ). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu allt að 7 gistiskálum, hver um sig 35-60 m2 og aðstöðuhúsi allt að 250 m2. Heildarbyggingarmagn getur verið allt að 700 m2. Mænishæð getur verið allt að 6m.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Aðalskipulagsbreyting; Kirkjuhvoll

1908009

Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á um 0,3 ha af íbúðarbyggð (ÍB114) og um 0,5 ha af landbúnaðarsvæði (L) í svæði fyrir samfélagsþjónustu (S).
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Aðalskipulagsbreyting; Ystabæli og Laxhof

1908010

Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á um 20 ha lands úr landi Ysta-Bælis sem kallast Ystabæliskot L163695, úr landbúnaðarsvæði (L) í íbúðarbyggð (ÍB) og verður þar gert ráð fyrir 5 íbúðarhúsum. Að auki er breytt landnotkun í landi Laxhofs L228596, þar sem landbúnaðarsvæði (L) er breytt í íbúðarbyggð (ÍB). Heimilt verður að byggja alt að 150 m2 íbúðarhús á einni hæð með bílskúr og allt að 50 m2 gestahús.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Deiliskipulag - Steinmóðarbær 4

1908014

Markús Ó. Sigurðsson óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í landi Steinmóðarbæjar 4 L228221. Umrætt svæði er 5380 m2 og er gert ráð fyrir allt að 200 m2 íbúðarhúsi, allt að 200 m2 skemmu og tveimur gestahúsum allt að 45 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

16.Landskipti; Kirkjulækur 1

1908017

Guðni B. Gíslason óskar eftir því að skipta 28.314 m2 spildu út úr Kirkjulæk 1 L164037 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, unnum af Landnot, dags. 20.6.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Kirkjulækur 1F.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

17.Deiliskipulag - Hamar

1908022

Eyþór Björgvinsson óskar eftir heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi á Hamri L218934. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir allt að 7 gistiskálum með íslensku torfbæina sem fyrirmynd. Stærð gistiskálanna er áætluð frá 35-60 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 250 m2 aðstöðuhúsi. Heildarbyggingarmagn er allt að 700 m2. Mænishæð verður allt að 6m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga.

18.Deiliskipulagsbreyting; Ytri-Skógar

1905015

Fyrir hönd lóðarhafa Farfuglaheimilisins Skógum (áður barnaskóla) óskar Halldór Guðmundsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóð Farfuglaheimilisins Skógum, L163731. Sótt er um að stækka núverandi hús í tvær hæðir og að byggingarmagn verði aukið sem því nemur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á grundvelli gildandi deiliskipulags. Um er að ræða svæði sem er í nágrenni við eina fjölsóttustu náttúruperlu landsins og því beri að forðast að breyta ásýnd svæðisins meira en orðið er.

19.Sláturfélag Suðurlands; Skilti fyrir framan verslun

1908024

Sigrún Edda Óskar fyrir hönd Sláturfélags Suðurlands eftir því að fá að setja niður skilti við verslun Sláturfélagsins að Dufþaksbraut.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna ósk um skilti við verslun Sláturfélagsins við Dufþaksbraut.

Fundi slitið - kl. 12:30.