71. fundur 07. júní 2019 kl. 08:30 - 10:53 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta málum 13, 14 og 15 á dagskrá fundarins. Benedikt Benediktsson sveitarstjórnarmaður situr fundinn undir liðum 5, 6, 8 og 11.

1.Þórsmörk; Brú yfir Þröngá

1906012

Ferðafélagið Útivist óskar eftir því að setja göngubrú yfir Þrönga, norðan við Rjúpnafell. Með brúnni munu opnast nýir möguleikar á gönguleiðum á þessu svæði.
Þar sem umrætt svæði er innan þjóðlendu þarf að fá umsögn forsætisráðuneytis vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Skipulagsnefnd leggur einnig til að fá umsögn afréttarhafa þar sem að framkvæmdarsvæði er á afréttarsvæði V-Eyfellinga. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna varðandi hönnun og staðsetningu brúarinnar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

2.Landskipti; Eystra Seljaland

1905084

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að skipta lóð, sem er 29,1 ha, út úr Eystra-Seljalandi L163760, skv meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunnu EFLA þann 8. maí 2019. Hin nýstofnaða lóð mun fá nafnið Eystra-Seljaland F6.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

3.Ósk um breytingu á staðfangi

1905080

Alessandro Tamburini óskar eftir því að breyta staðfangi á L225139 úr Steinmóðarbær 1 í Draumaland.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á spildunni.

4.Landskipti; Stóra-Mörk 1 - Lóð C

1905072

Sæmundur Árnason óskar eftir því að skipta 2547 m2 lóð út úr Stóru-Mörk 1 L163808 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLU, dags. 20.05.2019. Hin nýstofnaða lóð mun fá nafnið Stóra-Mörk 5.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Nefndin fer fram á að uppdrætti verði breytt og teknir út skilmálar varðandi heimilar byggingar, en slíkt heyrir undir deiliskipulagsgerð og á ekki erindi á landskiptauppdrætti.

5.Deiliskipulagsbreyting; Ytri-Skógar

1905015

Fyrir hönd lóðarhafa Farfuglaheimilisins Skógum (áður barnaskóli) óska Halldór Guðmundsson arkitekt eftir breytingum á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóð Farfuglaheimilisins Skógum, L163731. Sótt er um að stækka núverandi hús í tvær hæðir og að byggingarmagn verði aukið sem því nemur.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

6.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Rangárþing eystra vinnur að nýju deiliskipulagi sem nær til svokallaðs Kirkjuhvolsreits á Hvolsvelli. Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi þar sem settir eru inn nýir byggingarreitir við Heilsugæslustöðina og dvalarheimilið Kirkjuhvol. Að auki eru gerðir byggingarreitir fyrir raðhús upp með Hvolströðinni.
Skipulagsnefnd lýst vel á framkomnar tillögur. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Brúnir 1; Aðalskipulagsbreyting

1901037

Aðalskipulagsbreytingin nær til 1,6 ha svæðis, í landi Brúna 1, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ).
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft vegna nálægðar og tengingar við áningarstað Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að landi sé raskað eins lítið og mögulegt er þegar framkvæmdir hefjast og einnig að reynt verði að fella allar framkvæmdir/byggingar að umhverfinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að endanleg útfærsla aðalskipulagsbreytingar verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.
Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Minjastofnunar og verður gerður prufuskurður í rústahól inna skipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Brúnir 1; Deiliskipulag

1805024

Deiliskipulagstillagan nær til 1,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útisvæðis. Þjónustumiðstöðin getur verið allt að 115 m2 að grunnfleti, með bílastæði fyrir allt að 100 fólksbíla og 6 hópferðabíla.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrir þannig að byggingar falli vel að umhverfinu m.t.t. litasamsetningar og yfirbragðs. Skipulagsnefnd tekur undir óskir Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft vegna nálægðar við tengingar og áningarstað Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að gæta þess að landi sé raskað eins lítið og mögulegt sé og að ekki verði plantað framandi, ágengum plöntum á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Eyvindarholt-Langhólmi; Deiliskipulag

1703021

Kjartan Garðarsson kt. 130555-7649, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæði í landi Eyvindarholts-Langhólma ln. 224712. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem landnotkun á svæðinu verði breytt í frístundasvæði. Í deiliskipulagstillögu verður gert ráð fyrir byggingu allt 14 frístundahúsa.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 3. maí 2019 og tekur undir að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrari og hróflað verði sem minnst við ásýnd svæðisins og lágmarka þannig neikvæð umhverfisáhrif. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framkomna breytingartillögu við deiliskipulagið þar sem að brugðist er við fyrrgreindum athugasemdum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins. Tillagan var auglýst frá 9. janúar til 20. febrúar 2019 og bárust nokkrar athugasemdir og umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Stöðuleyfi; Borgir, A-Landeyjum

1905085

Jón Sigurðsson kt: 140356-3019, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 m2 smáhýsi á lóðinni Borgir L225352 í Austur-Landeyjum. Verið er að fara í vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu og er smáhýsið ætlað sem skjól meðan unnið er að tiltekt og undirbúningi að frekari framkvæmdum. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs, eða frá 1. júlí 2019 til 30. júní 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júlí 2019 til 30. júní 2020.

13.Landskipti; Hamragarðar

1906038

Rangárþing eystra óskar eftir því að skipta þremur lóðum út úr Hamragörðum L163766 skv meðfylgjandi mæliblaði unnu af Verkfræðistofunni EFLU. Hinar nýju lóðir munu fá nöfnin Hamragarðar 2, Hamragarðar 3 og Hamragarðar 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitin á hinum nýju lóðum.

14.Stöðuleyfi; Hvolsvöllur

1906039

Helgibrjótur ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn á Hvolsvelli sem mun tengjast starfsemi Heimavallar hestsins.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 30. september 2019.

15.Hamragarðar; Umsókn um stöðuleyfi

1905002

Helgibrjótur ehf óskar eftir þvi að fá stöðuleyfi fyrir veitingavagn að Hamragörðum, ntt við aðstöðuhús á tjaldsvæði.
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis.

Fundi slitið - kl. 10:53.