68. fundur 05. apríl 2019 kl. 09:30 - 11:36 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Víðir Jóhannsson aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

1511092

Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Meginmarkmið við endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða og gera veginn að bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins. Tillagan var auglýst frá 9. janúar til 20. febrúar 2019 og bárust nokkrar athugasemdir og umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd fór yfir innkomnar athugasemdir og umsagnir við tillöguna. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemdum og umsögnum í samræmi við umræður á fundinum. Í kjölfar athugasemda verða gerðar óverulegar breytingar á tillögunni og endanleg tillaga mun liggja fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar.

2.Núpur 2; Deiliskipulag

1804020

Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,8 ha lóðar úr jörðinni Núpi 2, Vestur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss, ásamt aðkomuvegi að lóðinni. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu athugasemdir sem nú hefur verið brugðist við með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Eyvindarholt-Langhólmi; Deiliskipulag

1703021

Kjartan Garðarsson kt. 130555-7649, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæði í landi Eyvindarholts-Langhólma ln. 224712. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem landnotkun á svæðinu verði breytt í frístundasvæði. Í deiliskipulagstillögu verður gert ráð fyrir byggingu allt 14 frístundahúsa.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar nema frá lögboðnum umsagnaraðilum. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá umsagnaraðilum og gerðar óverulegar breytingar á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Brúnir 1; Aðalskipulagsbreyting

1901037

Aðalskipulagsbreytingin nær til 1,6 ha svæðis, í landi Brúna 1, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ).
Skipulagstillagan var auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma nema frá lögboðnum umsagnaraðilum, og er búið að bregðast við þeim öllum og gera óverulegar breytingar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Brúnir 1; Deiliskipulag

1805024

Deiliskipulagstillagan nær til 1,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útisvæðis. Þjónustumiðstöðin getur verið allt að 115 m2 að grunnfleti, með bílastæði fyrir allt að 100 fólksbíla og 6 hópferðabíla.
Skipulagstillagan var auglýst frá 20. febrúar til 3. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma nema frá lögboðnum umsagnaraðilum, og er búið að bregðast við þeim öllum með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Útskák; Aðalskipulagsbreyting

1901010

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða stækkun á núverandi frístundabyggð (F-353, Hellishólar) úr 10,0 ha í 13,7 ha, eða um 3,7 ha. Stækkunin er einkum til norðurs allt að Goðalandi/Hlíðarbóli. Auk þess er um 0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha úr landi Kirkjulækjarkots.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 16. janúar 2019. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Landeyjahöfn; Framkvæmdaleyfi fyrir hleðslustöð og spenni

1902167

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að koma fyrir hleðslustöð og spenni á bryggju Landeyjahafnar. Tilgangur með uppsetningu á rafhleðslustöð er að hlaða inn á rafgeyma nýs Herjólfs.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um breytingar á gildandi deiliskipulagi.

8.Landskipti; Hesteyrar 3

1903146

Kjartan Már Benediktsson kt: 250955-2789 óskar eftir því að skipta 1 ha spildu út úr lóðinni Hesteyrar 3 (L224746) skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Búnaðarsambandi Suðurlands, dags. 15. mars 2019. Hin nýja spilda mun fá heitið Laxhof.
Skipulagsnefnd bendir á að gera þarf kröfu um aðgengi að lóðinni Heysteyrum 3 á uppdrætti. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.

9.Landskipti; Hólmur

1903177

Garðar Guðmundsson kt: 121155-5759 óskar eftir því að skipta 1,8 ha spildu út úr jörðinni Hólmur (L163871) skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landslag, dags. 15. mars 2019. Hin nýja spilda mun fá heitið Hólmur 2.
Skipulagsnefnd bendir á að gera þarf kröfu um aðgengi að lóðinni Hólmur 2 á uppdrætti. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.

10.Umsókn um lóð

1903201

Hafsteinn Sigurbjörnsson kt: 220777-5379 óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Miðkriki, C-gata 13 undir hesthús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

11.Deiliskipulag; Ystabælistorfa, óveruleg breyting

1903377

Þorvaldur H. Þórðarsson óskar eftir breytingu á þegar samþykktu deiliskipulagi á Ystabælistorfu sem felur í sér að víxla byggingarreitum á Ystabælistorfu 1 þannig að byggingarreitur sem skilgreindur er fyrir hesthús verði eftir breytingu skilgreindur fyrir frístundahús og byggingareitur fyrir frístundahús verði skilgreindur fyrir hesthús.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega frávik frá gildandi deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Umsókn um flutning á húsi; Gimbratún 33

1903387

Júlíur Steinarsson og Sigrún Guðmundsdóttir óska eftir heimild til flutnings á húsi sem staðsett er í landi Voðmúlastaðahjáleigu, og yfir á lóð nr. 33 við Gimbratún. Jafnframt er óskað eftir heimild um frávik frá staðsetningu hússins innan lóðarinnar skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir flutning á húsi á lóðina Gimbratún 33. Skipulagsnefnd hafnar ósk um staðsetningu á húsi utan byggingareits.

13.Umsókn um stöðuleyfi

1904002

Sigurður Magnús Sólonsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40? gáma undir sláttuvélar, verkfæri og aðra muni er tengjast starfsseminni, og fjögur stöðuhýsi undir starfsfólk hótelsins á jörðinni Rauðsbakka, Austur- Eyjafjöllum. Óskað er eftir stöðuleyfi til 12 mánaða.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfs fyrir tvo 40 feta geymslugáma undir áhöld tengd rekstri hótelsins. Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis undir fjögur stöðuhýsi fyrir starfólk þar sem um er að ræða byggingarleyfisskylda framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 11:36.