1901010
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða stækkun á núverandi frístundabyggð (F-353, Hellishólar) úr 10,0 ha í 13,7 ha, eða um 3,7 ha. Stækkunin er einkum til norðurs allt að Goðalandi/Hlíðarbóli. Auk þess er um 0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha úr landi Kirkjulækjarkots.