106. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:30 - 09:21 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun ASK Skaftárhrepps 2020-2032; kynning á vinnslutillögu

2112152

Til umsagnar er tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsgögnin er varða tillögu að heildarendurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2019-2031. Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum varðandi samræmingu á sveitarfélagamörkum samhliða heildarendurskoðun aðalskipulags beggja sveitarfélaga.

2.Landskipti - Voðmúlastaðir

2112143

Hlynur Snær Theódórsson óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr jörðinni Voðmúlastaðir L163904 skv. meðfylgjandu uppdráttum unnum af Landnot ehf, dags. 20.12.2021. Annars vegar er um að ræða spilduna Skyggnir, stærð 166,5 ha og hins vegar Lyngmói stærð 34,2 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.

3.Kirkjulækur 3 lóð 173063 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2112163

Míla ehf. óskar eftir því að reisa 18m fjarskiptamastur á lóðinni Kirkjulækur 3, lóð L173063 skv. uppdráttum unnum af M11 arkitektar, dags. 15.11.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar sem um er að ræða framkvæmd háða grenndarkynningu. Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum mannvirkja í Húsinu, Símonarmóa 3-5 og Kúmen.

4.Ósk um breytingu á gólfkóta á lóðinni Hvolstún 13.

2112153

Eyjasól ehf óskar eftir því að fá að hækka gólfkóta á lóðinni Hvolstún 13 skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

5.Landskipti - Útskák 11

2112168

Hinrik Þorsteinsson óskar eftir því að skipta 644,7 m2 lóð út úr Útskák 11 L231240 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af verkfærðistofunni EFLA dags. 20.12.2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Útskák 11A.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

6.Umsögn vegna framkvæmda - Rimakotslína,

2112169

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna mögulegra umhverfisáhrifa á framkvæmd Landsnets á lagningu Rimakotslínu skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umsögn skipulagsfulltrúa eins og hún er sett fram í skjali, dags. 05.01.2022.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

2112002F

  • 7.1 2111119 Hallgeirsey - umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63
  • 7.2 2111118 Langanes 11 - umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63
  • 7.3 2111113 Sámsstaðri 1 lóð 13 - umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Verið er að vinna í nýjum uppdráttum.
  • 7.4 2111112 Byggðasafnið á Skógum - umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63
  • 7.5 2111120 Minni-Mörk 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63
  • 7.6 2109072 Sámsstaðabakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Búið er að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina og búið er að bregðast við athugasemdum á uppfærðum uppdráttum. Byggingaráform samþykkt.
  • 7.7 2112164 Brú 163848 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63
  • 7.8 2112163 Kirkjulækur 3 lóð 173063 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63 Um er að ræða framkvæmd sem er háð framkvæmdarleyfi. Málinu vísað til skipulagsnefndar.
  • 7.9 2012070 Réttarmói 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

Fundi slitið - kl. 09:21.