105. fundur 17. desember 2021 kl. 08:30 - 09:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaleyfi; Efnistaka úr námu E-367 Vorsabær

1907085

Kristinn Ólafsson, fh. Hólaskarðs ehf, sækir um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku og efnisvinnslu í landi Vorsabæjar, úr námu sem skilgreind er sem E367 í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Á grunni niðurstöðu Skipulagsstofnunar, eftir yfirferð á matsskýrslu Hólaskarðs ehf. um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku úr námu E-367 í Vorsabæ, samþykkir skipulagsnefnd veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku allt að 630.000 m3 til viðbótar við þá 49.000 m3 sem áður hafði verið veitt leyfi fyrir, með fyrirvara um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Heildarefnistaka svæðisins verður þá í heildina 679.000 m3 .

2.Aðalskipulag - Breyting Eyvindarholt-Langhólmi

2109025

Breytingin felur í sér að frístundabyggð F-369 minnkar úr 36,2 ha í 9,9 ha. Einnig fækkar frístundahúsalóðum úr 14 í 10.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði afgreidd sem óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að engin uppbygging hefur farið af stað á svæðinu. Það land sem áður var skilgreint undir frístundabyggð mun þvi flokkasta aftur sem landbúnaðarland og falla aftur undir þær kvaðir sem um landbúnaðarland gilda skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

3.Deiliskipulag - Ásólfsskáli 4

2112053

Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Ásólfsskáli 2, 3 og 4. Á lóðinni Ásólfsskáli 4 verða skilgreindir 3 nýir byggingarreitir. á B1 og B2 verður heimilt að byggja 2 íbúðarhús með bílskúr og á B3 verður heimild að byggja áhaldahús.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Lómatjörn

2112072

Deiliskipulagið nær yfir lóðina Lómatjörn L232713 sem er 8200 m2 að stærð. Heimilt verður að byggja frístundahús með bílgeymslu, sambyggðri eða stakstæðri, og gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 164 m2.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Steypustöð Ormsvöllur 21

2112097

Spesían ehf óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu á nýrri steypustöð á lóðinni Ormsvöllur 21 skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu út grenndarkynningu. Grenndarkynna skal fyrir eigendum mannvirkja á lóðunum Ormsvöllur 10a-c, 12, 13a-d, 23, 25, 27 og Hlíðarvegur 14 og 16.

Fundi slitið - kl. 09:20.