104. fundur 02. desember 2021 kl. 08:30 - 10:10 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot lóð 2

2108016

Jana Flieglová óskar eftir að deiliskipuleggja ca 1,5 ha svæði í landi Kirkjulækjarkots lóð 2 L190740. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi, bílskúr og gestahúsi. Heildarbyggingarmagn er ca 250 m2.
Tillagan var auglýst frá 1. september 2021 með athugasemdafresti til 13. október 2021. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að sýna þurfi veghelgunarsvæði á uppdrætti auk þess sem að tilgreind eru skilyrði varðandi nýja tengingu inn á þjóðveg. Búið er að bregðast við athugasemdum Vegagerðarinn í greinargerð skipulagsins. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu sé mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um lóð - Skógafossvegur

2111059

Veiðifélag Skógaár óskar eftir að fá lóð undir veiðihús við Skógafossveg. Staðsetning lóðar er á meðfylgjandi uppdrætti.
Afgreiðslu erindisins frestað. Skiplagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um mögulegar leiðir fyrir staðsetningu veiðihúss á svæðinu.

3.Umsögn; Kotvöllur 13 Gistileyfi

2111074

Kotvöllur 13 L186092. Umsókn um rekstrarleyfi í frístundabyggð.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ekki heimilt að stunda atvinnurekstur á frístundahúsalóðum. Í heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir heimild fyrir minniháttar rekstri á frístundahúsum með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar.

4.Landskipti - Þorvaldseyri

2111089

Ólafur Eggertsson óskar eftir því að skipta 16608,8 m2 spildu út úr Þorvaldseyri skv. uppdrætti unnum af verkfræðistofunni EFLU, dags. 18.11.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

5.Landskipti - Varmahlíð

2111097

Anna Birna Þráinsdóttir óskar eftir því að skpta 3033 m2 landspildu út úr Varmahlíð L163815, skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 12.11.2021. Hin nýja spilda mun fá staðfangið Lágatún.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

6.Landskipti - Hvammur

2111098

Magnús Ásgeirsson óskar eftir því að skipta 10,1 ha lóð út úr jörðinni Hvammur L163770 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 20.10.2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Vin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

7.Landskipti - Steinmóðarbær

2111099

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 4 lóðum út úr Steimóðarbæ skv. meðfylgjandi uppdrætti, unnum af Landnot dags. 25.11.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföng á hinum nýju spildum.

8.Deiliskipulag - Ýrarlundur

2111102

Páll B. Guðmundsson óskar eftir því að deiliskipuleggja lóðina Ýrarlundur sem er ca 2,0 ha að stærð skv. uppdrætti unnum af P-Ark, dags. nóv.2021. Skipulagið gerir ráð fyrir einu frístudnahúsi á tveimur hæðum, allt að 150 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Eyvindarholt, Langhólmi breyting

2111116

Kjartan Garðarsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á jörðinni Borgarhóll (Eyvindarholt_Langhólmi). Breytingarnar felast í því að núverandi frístundabyggð er minnkuð úr 36,2 ha í 9,9 ha og frístundahúsalóðum fækkað úr 14 í 10. Auk hinna 10 frístundahúsalóða er gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum, lóð undir þjónustuhús, 2 gróðurhús og vélaskemmu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu, með fyrirvara um að vegtenging að íbúðarhúsalóðum verði endurskoðuð, m.t.t. styttingar og með einföldun á þjónustu í huga. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Landskipti - Hrútafell 2

2111121

Ármann Fannar Magnússon óskar eftir því að skipta ca 1,0 ha lóð út úr Hrútafelli 2 L191895 skv. upprætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA dags. 25.11.2021. Hin nýstofnaða lóð fær staðfangið
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

11.Sámsstaðabakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109072

Óskar Magnússon óskar eftir byggingarleyfi fyrir 200 m2 skemmu skv. uppdráttum unnum af Trípolí arkitektar, dags. 13.09.2021.
Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við grenndarkynningu kom fram ein athugasemd er varðaði fjarlægð mannvirkis frá lóðarmörkum. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd aðliggjandi landeiganda og leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði heimilað að þeim skilyrðum uppfylltum að mannvirki verði staðsett a.m.k. 5m frá lóðarmörkum aðliggjandi lóða.

Fundi slitið - kl. 10:10.