67. fundur 11. mars 2019 kl. 10:00 - 11:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Víðir Jóhannsson aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ráðagerði; Deiliskipulag

1705018

Tillagan tekur til 8 frístundalóða, þar sem heimilt verður að byggja frístundahús ásamt geymslu og gersahúsi. Innan svæðisins er malarnám á vegum Vegagerðarinnar sem nú hefur verið aflagt. Gert er ráð fyrir þvi að umbreyta gömlu malarnámunum og búa til eina samfellda tjörn.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Heylækur 3; Deiliskipulag

1804026

Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsalóða úr jörðinni Heylækur 3. Heimilt verður að byggja frístunda- og einbýlishús á lóðunum, auk gesta/geymslu húss. Nýtingarhlutfall lóða er 0,04 sem gerir samanlagt byggingarmagn um 450-500 m2 á hverri lóð.
Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar komu athugasemdir sem nú hefur verið brugðist við. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send aftur til Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Þorvaldseyri; Landskipti

1902031

Vegagerðin óskar eftir því að skipta rúmlega 1,0 ha spildu út úr jörðinni Þorvaldseyri L163728 undir bifreiðastæði og áningarstað skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 20.11.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái nafnið Þorvaldseyri vegsvæði 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

4.Hlíðarvegur 15; Ósk um breytta landnotkun

1902127

Ágúst Kristjánsson 110261-5199 og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir 110659-4829 óska eftir breytingu á landnotkun á Hlíðarvegi 15, 860 Hvolsvelli, úr íbúðarhúsalóð í viðskipta- og þjónustulóð.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til umbeðinnar breytingar á landnotkun við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024.

5.Landskipti; Stóra-Mörk 2 land L191742

1902297

Sigurbergur Logi Benediktsson kt: 241065-3249 óskar eftir því að skipta 4 spildum út úr lóðinni Stóra-Mörk 2 land L191742 og 1 spildu úr út jörðinni Stóra-Mörk 2 L163809, skv. uppdrætti unnum af EFLA verkfræðistofa dags. 04.03.2019. Hinar ný stofnuðu spildur fá nöfnin Minni-Mörk 1, Minni-Mörk2, Minni-Mörk 3, Minni-Mörk 5 og Minni-Mörk 7.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

6.Breytt skráning heitis; Kirkjulækur 2 lóð

1902383

Páll Elíasson kt: 310159-2399 óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni Kirkjulækur 2 lóð (L164138). Eftir breytingu mun lóðin heita Rein.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á spildunni.

7.Landskipti; Seljalandssel

1902438

Seljalandssel ehf kt: 491214-0580, óskar eftir því að skipta 92,4 ha spildu út úr jörðinni Seljalandssel L163799 skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 28.02.2019. Hin nýja spilda mun fá nafnið Nýjabæjarsel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu

8.Stöðuleyfi; Naglverk ehf, Ormsvöllur 9

1903004

Naglverk ehf kt: 560318-0420 óskar eftir því að fá stöðuleyfi fyrir tvö smáhýsi, ca 25 m2 að stærð, að Ormsvelli 9 á tímabilinu 10.03.2019 ? 10.06.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 10.03.2019 ? 10.06.2019.

9.Stöðuleyfi; Karl Víðir Jónsson, Rauðafell 1

1903006

Karl Víðir Jónsson kt: 230973-4909, óskar eftir því að fá stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á plani sunnan við fjós á Rauðafelli 1 á meðan unnið er að viðgerðum á vinnuskúrnum á tímabilinu 01.03.2019 ? 01.09.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 01.03.2019 ? 01.09.2019

10.Deiliskipulag; Borgareyrar

1903011

Guðmundur Þór Jónsson óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Borgareyrar L163747. Tillagan tekur til tveggja nýrra byggingarreita, B1 og B2. Á B1 verður heimilt að reisa 9 gistihús, hvert um sig allt að 30 m2 að stærð. Á B2 er heimilt að reisa 1 gistihús, allt að 30 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gre. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan veðri auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Hvolsvöllur, skóla- og íþróttasvæði; Deiliskipulag

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir knatthús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn skipi vinnuhóp úr röðum fag- og hagsmunaaðila til að vinna að gerð tillögunnar.

12.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 11:00.