102. fundur 11. október 2021 kl. 08:30 - 09:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skráning lögbýlis - Skeggjastaðir 31

2107020

Gunnar Jónsson sækir um skráningu lögbýlis á lóðinni Skeggjastaðir land 31 L213455 skv. meðfylgjandi gögnum.
Á 204. fundi byggðarráðs var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið. Samkvæmt 16. og 2. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er það skilyrði fyrir stofnun lögbýlis að jörð hafi þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað. Fyrir liggur að engin mannvirki eru á lóðinni og ekkert staðfest skipulag um fyrirhugaða uppbyggingu. Að mati skipulagsnefndar er því ekki uppfyllt það skilyrði að á lóðinni sé húsakostur og aðstaða til að unnt sé að stunda þar landbúnað. Auk þess telur skipulagsnefnd að staðsetning lóðarinnar sé óheppileg fyrir stofnun lögbýlis og komi til með að vera íþyngjandi vegna skyldu sveitarfélagsins til að veita þar þjónustu. Með hliðsjón af því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að veitt verði neikvæð umsögn um stofnun lögbýlis á lóðinni.
Samþykkt samhljóða.

2.Breytt skráning landeignar - Vallarbraut 7 leikskóli

2104045

Breytt er skráningu á lóðinni Austurvegur 12 L224219 skv. nýju lóðarblaði, dags. 9.4.2021. Stærð lóðar breytist úr 18298 m2 í 14900 m2. Einnig breytist staðfang úr Austurvegur 12 í Vallarbraut 7.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytta skráningu á lóðinni.

3.Aðalskipulag - Breyting Mið-Dalur A2 og A4

2108018

Breytingin felur í sér að á lóðunum Mið-Dalur A2 og A4 er landbúnaðarlandi (L) breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ). Svæðið sem um ræðir er ca 3,5 ha að stærð.
Í ljósi athugasemda er ljóst að umrædd breyting mun hafa verulega neikvæð áhrif á hagsmuni aðila innan svæðis og aðliggjandi svæða. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrrgreindri breytingu á aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag - Seljalandssel

2109053

Fh. landeigenda óskar Oddur Hermannsson eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og í framhaldi að vinna að gerð deiliskipulags í landi Seljalandssels. Nýtt deiliskipulag felst í breytingu á ca 28 ha svæði í frístundabyggð.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir skýrari tillögu, ss. varðandi stærð og fjölda lóða, byggingarmagn á hverri lóð, öflun neysluvatns o.s.frv.

5.Landskipti - Grímsstaðir

2109089

Svanhildur Guðjónsdóttir óskar eftir þvi að skipta þremur spildum út úr Grímsstöðum L163950 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 22.09.2021. Tvær af þessum spildum fá staðfangið Ytri Hóll 2, að stærð 5194 m2 og Ytri Hóll 3, að stærð 17167 m2. Þriðja spildan er millispilda, stærð 1037 m2, sem mun sameinast Ytri Hól lóð L192880.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hin nýju staðföng.

6.Landskipti - Austurvegur 14

2109091

RARIK óskar eftir því að skipta ca 56m2 lóð út úr Austurvegi 14 L224220 undir spennistöð, sem er hluti af dreifikerfi RARIK á Hvolsvelli. Lóðin mun fá staðfangið Austurvegur 14 spennistöð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

7.Framkvæmdarleyfi - Hátúnsvegur

2110004

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna færslu á Hátúnsvegi 2540 og nýja tengingu við Akureyjaveg 255.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.

8.Framkvæmdarleyfi - Lambalækjarvegur

2110005

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna færslu á Lambalækjarvegi 2588 og nýja tengingu við Fljótshlíðarveg 261.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. Skipulagsnefnd óskar eftir uppfærðum uppdrætti þar sem sýnd er aðkoma að lóðunum Húsinu og Kúmen.

9.Landskipti - Staðarbakki

2110023

Kristinn Jónsson óskar eftir því að skipta ca 1,0 ha landspildu út úr Staðarbakka L164063 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Hin nýja spilda fær staðfangið Staðarbakki 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

10.Framkvæmdaleyfi - Efnistaka E-214 Affall við Fíflholt

2110027

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr námu E-214 Affall við Fíflholt. Um er að ræða ca 6000 m3 af efni sem nota á við færslu á Hátúnsvegi 2540.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda.

11.Framkvæmdarleyfi - Efnistaka E-323 Kvoslækjargryfja

2110028

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr námu E-323 Kvoslækjargryfja. Um er að ræða ca 1000 m3 af efni sem nota á við færslu á Lambalækjarvegi 2588.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um samþykki landeigenda.

12.Landskipti - Kirkjulækjarkot 1

2110008

Már Guðnason óskar eftir að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 L164034 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 28.09.2021. Staðfang lóðanna verður Kirkjulækjarkot 1I og Kirkjulækjarkot 1J.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin né hin nýju staðföng.

13.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Endurskoðun á kostnaðaráætlun ráðgjafa vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við uppfærða kostnaðaráætlun vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

14.Sámsstaðabakki - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109072

Óskar Magnússon óskar eftir byggingarleyfi fyrir 200 m2 skemmu skv. uppdráttum unnum af Trípolí arkitektar, dags. 13.09.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu. Samþykkt er að grenndarkynna fyrir eigendum Árnagerðis, Sámsstaða 3 og Staðarbakka.

Fundi slitið - kl. 09:30.