99. fundur 03. júní 2021 kl. 08:15 - 09:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Deiliskipulagið í Ystabæliskoti tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða sem hver um sig er ca 3,4 ha. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 5 hús og er heildarbyggingarmagn 450 m2.
Afgreiðslu málsins var frestað á 97. fundi skipulagsnefndar vegna athugasemda við öflun neysluvatns. Í uppfærðri greinargerð deiliskipulagsins hefur verið brugðist við fyrrgreindri athugasemd. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í Ystabæliskoti og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag; Lambafell

1909104

Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smáhýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi á Lambafelli. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Aðalskipulagsbreyting - Rein og Birkilundur

2101002

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að landnotkun á 3,2 ha svæði, sem eru lóðirnar Rein L164138 og Hlíðarból lóð L164126 í Fljótshlíð, verður breytt í íbúðabyggð (ÍB).
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram að ef um er að ræða gos í vesturhluta Kötlu, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Vegagerðin, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Rein og Birkilundur

2012006

Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða, Rein L164138 og Hlíðarból lóð L164126. Gert verður ráð fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og skemmu/geymsluhúsi á hvorri lóð. Hámarksbyggingarmagn á lóð er 600 m2.
Tillagan var auglýst frá 14. apríl 2021 með athugasemdafresti til 26. maí 2021. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos í vesturhluta Kötlu er að ræða, sem gæti valdið jökulhlaupi í Markarfljóti, er mögulegt að umrætt svæði verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulasnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að byggingar skuli vera í minnst 50m fjarlægð frá héraðsvegi. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugsemd Vegagerðarinnar. Í umsögn Heilbriðgiseftirlits suðurlands kemur fram að staðsetja þurfi rotþrær á uppdrætti. Í uppfærðri tillögu er búið að bregðast við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Völlur 1

2103105

Fh. landeigenda óskar Jón Valur Jónsson eftir því að deiliskipuleggja ca. 22 ha svæði jarðarinnar Völlur 1 undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir alls 21 lóð undir frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðmundur Úlfar Gíslason víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

6.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947, skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabgyggðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í vettvangsferð á svæðið og rætt verði við hlutaðeigandi aðila í framhaldi af því.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Úlfar Gíslason kemur aftur til fundar.

7.Framkvæmdaleyfi - Brúnir 1

2104171

Svarið ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðvar fyrir bíla.
Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna jarðvinnu við gerð bílastæðis og uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir bíla á Brúnum 1.

8.Drög að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar; ósk um umsögn

2105054

Óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Tilefni mótunar nýrrar stefnu, landsáætlunar í skógrækt, byggir á 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Þar segir: Ráðherra gefur út eigi sjaldnar en á fimm ára fresti landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Landsáætlunin skal kveða á um stefnu stjórnvalda þar sem fjallað er um stöðu og framtíð skóga í landinu, ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt.
Erindinu var vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd af sveitarstjórn. Skipulagsnefnd gerir hvorki athugsemd við drög að landsáætlun í skógrækt né drög að umhverfismati áætlana.

9.Deiliskipulag - Steinborg og Fagurholt

2105105

Guðbjörg Garðarsdóttir óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 6 ha svæði undir tvær frístundahúsalóðir. Annars vegar Steinborg sem er 3,7 ha og hins vegar Fagurholt sem er 2,1 ha. Innan lóðar Steinborgar er heildarbyggingarmagn allt að 740 m2 og að hámarki 5 hús. Innan lóðar Fagurholts er heildarbyggingarmagn allt að 420 m2 og að hámarki 3 hús.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Byggingarmál - Nýbýlavegur 28, ósk um bílskúr

2105112

Steindór og Tanina, eigendur Nýbýlavegar 28, óska eftir því að fá að reisa bílskúr við Nýbýlaveg 28.
Umsóknaraðilar hafa í tölvupósti, dags. 31.05.2021, fallið frá ósk um að fá að reisa bílskúr við Nýbýlaveg 28. Erindinu er því vísað frá.

11.Öldubakki 1 - ósk um breytta landnotkun

2105114

Unnur Lilja Bjarnadóttir er með fyrirspurn um hvort að það fengist leyfi til þess að vera með atvinnurekstur í íbúðarhúsinu að Öldubakka 1.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið enda fellur húsnæðið og staðsetning þess vel að starfseminni. Skipulagsfulltrúa er falið að vera í sambandi við málsaðila um meðferð málsins.

12.Efnisnáma við Vorsabæ - Umsögn um mat á umhverfisáhrifum

2105119

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um mat á umhverfisáhrifum vegna efnistöku úr Affalli í landi Vorsabæjar.
Skipulagsfulltrúa falið að veita jákvæða umsögn fh. sveitarfélagsins.

13.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

Fh. landeigenda óskar Elín Þórisdóttir eftir því að deiliskipuleggja rúmlega 40 ha svæði jarðarinnar Hlíðarendakots. Skipulagssvæðinu er skipt niður í tvö svæði og eru þau öll með aðkomu frá Fljótshlíðarvegi. Svæði eitt er við núverandi bæjarstæði og svæði tvö liggur sunnan Fljótshlíðarvegar nálægt Merkjá.
Afgreiðslu málsins var frestað á 98. fundi skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandi við málsaðila mtt. endurskoðunar á deiliskipulagi varðandi fyrirhugaða uppbyggingu. Í uppfærðri tillögu hefur byggingarmagn verið minnkað og mannvirki færð fjær náttúruperlum svæðisins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:30.