98. fundur 06. maí 2021 kl. 08:30 - 10:12 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

Fh. landeigenda óskar Elín Þórisdóttir eftir því að deiliskipuleggja rúmlega 40 ha svæði jarðarinnar Hlíðarendakots. Skipulagssvæðinu er skipt niður í þrjú svæði og eru þau öll með aðkomu frá Fljótshlíðarvegi. Svæði eitt er við núverandi bæjarstæði, svæði tvö er við Gluggafoss og svæði þrjú liggur sunnan Fljótshlíðarvegar nálægt Merkjá.
Afgreiðslu frestað. Að mati skipulagsnefndar er mikilvægt að spilla ekki ásýnd þeirra náttúruperlna sem eru á svæðinu með uppbyggingu varanlegra mannvirkja svo nálægt þeim. Skipulagsnefnd leggur til við landeiganda að fyrirhuguð uppbygging verði endurskoðuð. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna nánar að málinu með landeiganda og skipulagsráðgjöfum.

2.Landskipti - Stóra-Mörk 1

2104002

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir óskar eftir því að skipta 1589 m2 spildu út úr jörðinni Stóra-Mörk L163808 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 17. janúar 2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Stóra-Mörk 1 Gamli bær.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

3.Landskipti - Stóra-Mörk 2

2104007

Ragnheiður Brynjólfsdóttir óskar eftir því að breyta staðfangi á lóðinni Stóra-Mörk 2 land L191741. Hið nýja staðfang er Stóra-Mörk Stórhóll. Auk þess er búið að hnitsetja lóðina og er stærð hennar 32.985 m2. Einnig er stofnuð 7709 m2 lóð út úr Stóru-Mörk 2 L163809. Lóðin fær staðfangið Stóra-Mörk 2B. Hin nýja lóð, Stóra-Mörk 2B og Stóra-Mörk 2 lóð L163838 munu svo renna saman við lóðina Stóra-Mörk 2 lóð L163839 og mynda lóðina Hólar Stóru-Mörk L163839, stærð 15682 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðfangi á lóðinni Stóra-Mörk 2 land L191741.

4.Landskipti - Hrosshólmi

2104042

Friðberg Stefánsson óskar eftir því að skipta 2715 m2 lóð út úr jörðinni Hrosshólmi L203312 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 12.4.2021. Hin nýja spilda fær staðfangið Hrosshólmi 2.
Gera þarf kvöð um aðkomu að lóðinni á landskiptauppdrætti. Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju spildu.

5.Flugskýli við flugbrautina á Hvolsvelli

2104043

Guðni Ragnarsson, fh. áhugasamra flugkappa, óskar eftir því að fá að byggja flugskýli við flugbrautina á Hvolsvelli.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna nánar að málinu með hlutaðeigandi aðilum.

6.Deiliskipulag - Ytri-Skógar, óveruleg breyting

2104124

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Ytri-Skóga, sem upphaflega var staðfest í B-deild 6. febrúar 2013. Í tillögu að breytingu eru teknir út skilmálar í kafla 3.3.1.1 um að á einbýlishúsalóð við veg að safnasvæði (Skólavegur 5) sé hámarksbreidd húss 10m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Ósk um skilti - Hellishólar

2104141

Írena Kjartansdóttir, sem rekur veitingastað á Hellishólum, óskar eftir því að fá að setja upp auglýsingaskilti á skiltastandi við gatnamót Hlíðarvegs og Austurvegar.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila uppsetningu á skilti með fyrirvara um að skiltið sé í samræmi við þau skilti sem nú þegar eru á skiltastandinum.

8.Aðalskipulag - Breyting Hellishólar hjólhýsasvæði

2104155

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að landnotkun á ca 6,0 ha svæði á jörðinni Hellishólar, er breytt í frístundabyggð (F).
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Aðalskipulag - Breyting Völlur 1

2104170

Lagt er til að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að í skilmálum varðandi frístundabyggðina Völlur 1 F-363 er lóðum fjölgað úr 14 í 21.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Brúnir 1 breyting

2105004

Halldór Pálsson, fh. Svarið ehf, óskar eftir því að gera breytingu á deiliskipulagi á Brúnum 1 L227590. Breytingin felst í því að bílastæði er stækkað, m.a. yfir áningarstað Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg án grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Vanhæfi skipulagsfulltrúa

2105006

Vanhæfi starfandi skipulagsfulltrúa Rangárþings eystra í máli nr. 2103119, Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Anton Kári Halldórsson, formaður skipulagsnefndar Rangárþings eystra og núverandi skipulagsfulltrúi Árborgar, verði settur skipulagsfulltrúi í því tiltekna máli. Núverandi skipulagsfulltrúi mun því ekki hafa frekari afskipti af málinu.

12.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947, skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabgyggðarinnar.
Afgreiðslu frestað þar sem að allar umsagnir lögbundinna umsagnaraðila hafa ekki borist.

Fundi slitið - kl. 10:12.