97. fundur 06. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:01 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Deiliskipulagið í Ystabæliskoti tekur til afmörkunar fimm íbúðarlóða sem hver um sig er ca 3,4 ha. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 5 hús og er heildarbyggingarmagn 450 m2.
Málinu er frestað á meðan verið er að bregðast við athugasemdum varðandi öflun neysluvatns.

2.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Tillagan var auglýst frá 17. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 31. mars 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við byggingareit fjölnota íþróttahúss. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets. Skipulagsnefnd vill benda á að prentvilla var í greinargerð skipulagsins sem auglýst var. Í greinargerðinni kom fram að stærð fjölnota íþróttahúss verði allt að 3.500 m2 en rétt er að stærðin getur orðið allt að 9.500 m2 að flatarmáli. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Guðjón Þ Sigfússon, fh. Lýsis hf kt:440269-5089, óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 19,5 ha spildu út úr jörðinni Þórunúpur 1 L164209. Gert verður ráð fyrir íbúðarhúsi ásamt útihúsum. Heildarbyggingarmagn verður 1000 m2.
Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 10. mars 2021. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Hellishólar

2102047

Víðir Jóhannsson óskar eftir því að breyta deiliskipulagi á Hellishólum sem auglýst var í B-deild þann 29. júlí 2019. Breytingin felur í sér að byggingareitur fyrir lóðina Réttarmói 1 er stækkaður lítillega til vesturs og byggingareitur á Réttarmóla 4 er færður innar í lóðina. Einnig eru byggingareitir á lóðum 2, 3, 5 og 6 stækkaðir svo lóðarhafar hafi rýmri möguleika á staðsetningu bygginga.
Tillagan var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 43. og 44. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Þeir aðilar sem grenndarkynnt var fyrir hafa allir undirritað samþykki sitt fyrir breytingunum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

Fh. landeigenda óskar Elín Þórisdóttir eftir því að deiliskipuleggja rúmlega 40 ha svæði jarðarinnar Hlíðarendakots. Skipulagssvæðinu er skipt niður í þrjú svæði og eru þau öll með aðkomu frá Fljótshlíðarvegi. Svæði eitt er við núverandi bæjarstæði, svæði tvö er við Gluggafoss og svæði þrjú liggur sunnan Fljótshlíðarvegar nálægt Merkjá.
Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fara í vettvangskönnun á skipulagssvæðið þar sem um er að ræða viðkvæmt svæði m.t.t. náttúruverndarsjónarmiða, sögulegs gildis og sjónrænna áhrifa.

6.Deiliskipulag - Lambafell land

2103012

Margrét Sigríður Jónsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja 33,7 ha svæði, Lambafell land L207713, undir frístundabyggð með 28 frístundahúsalóðum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

7.Framkvæmdaleyfi - Efnistaka Hrútafell

2103064

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna vinnslu á malarslitlagi vegna viðhalds malarvega í eystri hluta Rangárþings eystra. Áætlað er að taka uþb 4000 m3 af efni úr námu nr. E-444 Hrútafell.
Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt .

8.Landskipti - Eystra-Seljaland

2103089

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að skipta 62,5 ha spildu út úr Eystra-Seljalandi L163760 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Verkfræðistofunni EFLA, dags. 19. mars 2021. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Eystra-Seljaland F7.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Skráning fornleifa í Rangárþingi eystra - Fornleifastofnun Íslands tilboð

2103104

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra leggur til að samið verði við Fornleifastofnun Íslands um áframhaldandi aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Lagt er til að gerður verði samningur til fimm ára þar sem skráðar verða uþb. 500 fornleifar á hverju ári.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði Fornleifastofnunar Íslands um áframhald aðalskráningar fornleifa í sveitarfélaginu.

10.Deiliskipulag - Völlur 1

2103105

Fh. landeigenda óskar Jón Valur Jónsson eftir því að deiliskipuleggja ca. 22 ha svæði jarðarinnar Völlur 1 undir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir alls 21 lóð undir frístundahús.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

11.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið Ráðagerði L224947 skilgreint sem frístundabyggð F-368. Í tillögu að breytingu er fyrirhugað að heimila svæði til efnistöku, haugsetningar og landmótunar m.a. til framkvæmda innan frístundabyggðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 14:01.