97. fundur 06. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:01 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag; Ystabæliskot

1606016

Málinu er frestað á meðan verið er að bregðast við athugasemdum varðandi öflun neysluvatns.

2.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan var auglýst frá 17. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 31. mars 2021. Í athugasemd Landsnets kemur fram að greina þurfi frá legu háspennulína og kvöðum sem gilda um helgunarsvæði þeirra vegna nálægðar við byggingareit fjölnota íþróttahúss. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Landsnets. Skipulagsnefnd vill benda á að prentvilla var í greinargerð skipulagsins sem auglýst var. Í greinargerðinni kom fram að stærð fjölnota íþróttahúss verði allt að 3.500 m2 en rétt er að stærðin getur orðið allt að 9.500 m2 að flatarmáli. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Tillagan var auglýst frá 1. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 10. mars 2021. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingatíma tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag - Hellishólar

2102047

Tillagan var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum skv. 43. og 44. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Þeir aðilar sem grenndarkynnt var fyrir hafa allir undirritað samþykki sitt fyrir breytingunum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag - Hlíðarendakot

2102081

Afgreiðslu málsins er frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fara í vettvangskönnun á skipulagssvæðið þar sem um er að ræða viðkvæmt svæði m.t.t. náttúruverndarsjónarmiða, sögulegs gildis og sjónrænna áhrifa.

6.Deiliskipulag - Lambafell land

2103012

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

7.Framkvæmdaleyfi - Efnistaka Hrútafell

2103064

Skipulasgnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt .

8.Landskipti - Eystra-Seljaland

2103089

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Skráning fornleifa í Rangárþingi eystra - Fornleifastofnun Íslands tilboð

2103104

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði Fornleifastofnunar Íslands um áframhald aðalskráningar fornleifa í sveitarfélaginu.

10.Deiliskipulag - Völlur 1

2103105

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

11.Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði

2103119

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 14:01.