96. fundur 04. mars 2021 kl. 08:15 - 09:28 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting

1411012

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við landeigenda.

2.Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

1903206

Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdarfresti til og með 30. desember 2020. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að óskað er eftir því að veghelgunarsvæði stofn- og tengivega sé sýnt á uppdráttum. Brugðist hefur verið við óskum Vegagerðarinnar. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að áður en að ráðist verði í framkvæmdir á bæjarhól Stórólfshvols og á lóð þar sem núverandi íbúðarhús Stórólfshvols stendur, þurfi að fá fornleifafræðing til að grafa könnunarskurði á svæðinu. Á það við um framkvæmdir á svæðinu kringum kirkjuna og safnaðarheimilið og á og í kringum byggingarreiti B8, B9, B10 og B11 og einnig á því svæði þar sem talið er að Magrivöllur/Birga hafi staðið áður. Brugðist hefur verið við athugasemd Minjastofnunar í greinargerð skipulagsins. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem gert verði ráð fyrir efnisvinnslu á svæðinu á meðan unnið er við landmótun skv. deiliskipulagi. Jafnframt er ákvörðun skipulagsnefndar á fundi nr. 93 um grenndarkynningu framkvæmdarinnar dregin til baka þar sem að málið fer nú í opinbert kynningarferli skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

4.Aðalskipulagsbreyting - Rein og Birkilundur

2101002

Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2021. Ekki var leitað eftir umsögn Umhverfisstofnunar þar sem að umrætt svæði er ekki á náttúruverndarsvæði né á svæði sem nýtur sérstakrar verndar (2. mgr. 68. gr. laga nr. 60/2013). Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að norðvestan við húsið Gömlurétt sé gömul rétt. Telur Minjastofnun að fá þurfi fornleifafræðing á svæðið til þess að mæla réttina upp og kanna hvort fleiri minjar leynist innan skipulagssvæðis. Skipulagsnefnd bendir á að rétt sú sem vísað er í er öll utan við fyrirhugað deiliskipulagssvæði. Skiuplagsnefnd leggur áherslu á að tekið sé fram í greinargerð deiliskipulagsins að fá þurfi fornleifafræðing á svæðið til þess að gera könnunarskurð áður en farið verði í framkvæmdir á því svæði innan byggingarreits sem liggur að gömlu réttinni. Skipulagsnefnd bendir einnig á að nú þegar er búið að raska því svæði innan fyrirhugaðs deiliskipulagssvæðis, sem liggur að gömlu réttinni, með þéttum trjágróðri. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos er að ræða í vesturhluta Kötlu, er mögulegt að svæðið verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að mikilvægt sé að hafa virkt samráð við hagsmunaaðila, þmt. aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Skipulagsstofnunar. Einnig bendir Skipulagsstofnun á að rökstyðja þurfi þá ákvörðun að bæta við fleiri íbúðarlóðum á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að aðeins er verið að bæta við einni íbúðarlóð á svæðinu. Önnur lóðin af tveimur, skv. tillögu að deiliskipulagi, er nú þegar skilgreind sem íbúðarlóð og á lóðinni Gamlarétt er íbúðarhús. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag; Rein og Hlíðarból lóð

2012006

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag - Hellishólar

2102047

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Hellishóla. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Anna Runólfsdóttir víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.

7.Landskipti - Fljótsdalur

2102090

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
Anna Runólfsdóttir kemur aftur inn á fund.

8.Gilsbakki 29b Tilkynningarskyld framkvæmd

2103003

Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að viðbyggingu við Gilsbakka 29b og að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gilsbakka 27, 29, 29a, 30, 31, 32 og 33.

9.Deiliskipulag - Eystra Seljaland Ú1

2103004

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.

Fundi slitið - kl. 09:28.