93. fundur 04. desember 2020 kl. 08:00 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta máli nr. 9 við dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut og aðkomu að grunnskólanum m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.
Skipulagsfulltrúa er falið að boða til fundar með hlutaðeigandi aðilum.

2.Landskipti; Lóðamarkabreyting Hamragarðar

2007052

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til staðfestingar breytingu á skráðri stærð á lóðunum Hamragarðar Lóð L163821 stærð 3600 m2 og Hamragarðar lóð L205542 stærð 15000 m2. Samkvæmt uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 5. júlí 2018, er stærð lóðanna eftir breytingu þannig að Hamragarðar lóð L163821 verður 14394 m2 og Hamragarðar lóð L205542 verður 40000 m2.
Skipulagsnefnd staðfestir breytingu á skráðri stærð lóðanna Hamragarðar lóð L163821 og Hamragarðar lóð L205542 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 5, júlí 2018.

3.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Sigurborg Óskarsdóttir sækur um framkvæmdaleyfi til gatnagerðar, lagnavinnu og að gera manngerða tjörn í samræmi við deiliskipulag í Ráðagerði sem var samþykkt í sveitarstjórn RangárÞings eystra þann 14. mars 2019.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi í Ráðagerði verði grenndarkynnt þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta. Einnig verður framkvæmdaleyfisumsókn sent til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila.

4.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Guðjón Þ Sigfússon, fh. Lýsis hf kt:440269-5089, óskar eftir því að deiliskipuleggja ca 19,5 ha spildu út úr jörðinni Þórunúpur 1 L164209. Gert verður ráð fyrir íbúðarhúsi ásamt útihúsum. Heildarbyggingarmagn verður 1000 m2.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að fresta afgreiðslu tillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að skoða betur aðkomu að lóðinni.

5.Byggingarmál; Langanes 7

2011042

Sigurður Kr. Sigurðsson óskar eftir því að byggja 60 m2 geymsluhús á lóðinni Langanes 7 skv. meðfylgjandi drögum að byggingu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem að umsókn er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

6.Skráning staðfanga; Ráðagerði

2011088

Sigurborg Óskarsdóttir óskar eftir því að breyta staðföngum á 8 frístundahúsalóðum í Ráðagerði til þess að reglugerð um staðföng verði uppfyllt. Ný staðföng verða Marargrund 1,2,3,4,6,8,10,12.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðföngum á frístundahúsalóðum í Ráðagerði.

7.Landskipti; Lauftún

2012004

Þormar Andrésson óskar eftir því að skipta ca 1,0 ha spildu út úr Lauftúni skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 22. janúar 2020 . Hin nýja spilda mun fá staðfangið Lauftún 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

8.Deiliskipulag; Rein og Hlíðarból lóð

2012006

Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða, Rein L164138 og Hlíðarból lóð L164126. Gert verður ráð fyrir íbúðarhúsi, gestahúsi og skemmu/geymsluhúsi á hvorri lóð. Hámarksbyggingarmagn á lóð er 300 m2.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landskipti; Kotvöllur

2012009

Skógræktarfélag Rangæinga óskar eftir því að skipta ca 1,5 ha lóð út úr Kotvelli L164172 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf. Hin nýja spilda fær staðfangið Kotvöllur 19.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 09:15.