93. fundur 04. desember 2020 kl. 08:00 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta máli nr. 9 við dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag; Skóla- og íþróttasvæði

1901080

Skipulagsfulltrúa er falið að boða til fundar með hlutaðeigandi aðilum.

2.Landskipti; Lóðamarkabreyting Hamragarðar

2007052

Skipulagsnefnd staðfestir breytingu á skráðri stærð lóðanna Hamragarðar lóð L163821 og Hamragarðar lóð L205542 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 5, júlí 2018.

3.Framkvæmdarleyfi; Ráðagerði

2011006

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi í Ráðagerði verði grenndarkynnt þeim nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta. Einnig verður framkvæmdaleyfisumsókn sent til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila.

4.Deiliskipulag; Þórunúpur 1

2011039

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að fresta afgreiðslu tillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að skoða betur aðkomu að lóðinni.

5.Byggingarmál; Langanes 7

2011042

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem að umsókn er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

6.Skráning staðfanga; Ráðagerði

2011088

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á staðföngum á frístundahúsalóðum í Ráðagerði.

7.Landskipti; Lauftún

2012004

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

8.Deiliskipulag; Rein og Hlíðarból lóð

2012006

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landskipti; Kotvöllur

2012009

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfangið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 09:15.