66. fundur 11. febrúar 2019 kl. 16:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Esther Sigurpálsdóttir aðalmaður
  • Víðir Jóhannsson aðalmaður
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landskipti; Ystabælistorfa 3

1901075

Guðlaug S. Karlsdóttir, Anna S. Karlsdóttir og Sigurjón Karlsson óska eftir því að skipta lóðinni Ystabælistorfa 3 (L209019) í þrjá jafn stóra hluta skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 24.09.2018. Óskað er eftir þvi að hinar nýju lóðir beri nöfnin Ystabælistorfa 3a, Ystabælistorfa 3b og Ystabælistorfa 3c.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðunum.

2.Syðri Úlfsstaðahjáleiga; Landskipti

1901042

Vegagerðin óskar eftir því að skipta tæplega 0,7 ha spildu út úr Syðri-Úlfsstaðahjáleigu undir nýtt vegsvæði skv. uppdrætti unnum af Vegagerðinni, dags. 15.01.2019. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái nafnið Syðri-Úlfsstaðahjáleiga vegsvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.

3.Aðalskipulagsbreyting v. flugbrautar - Guðnastaðir, Skækill

1501040

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 verði breytt þannig að spilda úr landbúnaðarlandi (L) Skækils/Guðnastaða í Landeyjum verði flugbraut/lendingarstaður (FB). Um er að ræða eina flugbraut 80 x 1100m á túni. Fyrirhuguð er aðstaða til einkaflugs, þjónustu við ferðamenn, útsýnisflug ofl.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og íbúum í nágrenni skipulagssvæðis. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

4.Vesturskák; Aðalskipulagsbreyting

1805009

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til svo kallaðar Vesturskákar sem upprunalega er úr landi Kirkjulækjarkots við Fljótshlíðarveg. Núverandi frístundabyggð (F) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ), þar sem fyrirhugað er að rísi nýbyggingar fyrir ferðaþjónustu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og íbúum í nágrenni skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna varðandi málið. Skipulagsnefnd frestar erindinu.

5.Auglýsing um lóðaúthlutanir; janúar 2019

1901044

Lóðir í Gunnarsgerði, Hvolstúni og við Nýbýlaveg hafa verið auglýstar til úthlutunar. Umsóknarfrestur var til 31. janúar 2019. All bárust 6 umsóknir um lóðirnar.
Skipulagsnenfd mælir með að því Stellu Sólveigu Pálmarsdóttur verði úthlutað lóðinni Hvolstún 25. Skipulagsnefnd mælir með því að dregið verði úr umsóknum þeim sem bárust vegna lóðanna Nýbýlavegur 12 og 14.

6.Hallgeirseyjarhjáleiga 2; Ósk um nafnabreytingu

1901076

Eyþór Björgvinsson kt: 161087-2549 óskar eftir nafnabreytingu á spildunni Hallgeirseyjarhjáleigu 2 (L218934). Eftir breytingu mun spildan heita Hamar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á spildunni.

7.Steinmóðarbær; landskipti

1902006

Lilja Sigurðardóttir kt: 130733-4179, óskar eftir því að skipta 6 spildum út úr jörðinni Steinmóðarbær L163806 skv, uppdrætti unnum af Landnot dags. 27. janúar 2019. Óskað er eftir því að hinar nýju spildur beri nöfnin Steinmóðarbær 2, Steinmóðarbær 3, Steinmóðarbær 4, Steinmoðarbær 5, Steinmóðarbær 6 og Káratangi land.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

Fundi slitið - kl. 17:00.