89. fundur 24. ágúst 2020 kl. 09:00 - 10:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Anna Runólfsdóttir aðalmaður
  • Þórir Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Úlfar Gíslason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Esther Sigurpálsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann í hennar stað.
Þórir Már víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

1.Deiliskipulag; Sóltún

2005025

Sigrún Þórarinsdóttir óskar eftir því að fá að deiliskipuleggja lóðina Sóltún L226441. Gert er ráð fyrir afmörkun á tveimur íbúðalóðum, Sóltún 1 og Sóltún 2. Á hvorri lóð er heimilt að byggja allt að þrjú hús, eða íbúðarhús, bílgeymslu og gestahús. Heildarbyggingarmagn á hvorri lóð er 200 m2.
Tillagan var auglýst frá 1. júlí 2020 með athugasemdafresti til 12. ágúst 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að sýna þurfi staðsetningu rotþróar á uppdrætti. Einnig þurfi að fara fram frekari útfærsla á frágangi fráveitna mtt nálægðar við Grjóta. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum í greinargerð tillögunnar. Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórir Már kemur aftur inn á fund.

2.Deiliskipulag; Ormsvöllur, breyting

2008016

F.h. Rikiseigna óska Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Brunavarnir Rangárvallasýslu eftir því að sameina lóðirnar Hlíðarvegur 16 og Ormsvöllur 14. Hin sameinaða lóð mun bera staðfangið Hlíðarvegur 16.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Ormsvöll þannig að hægt sé að bregðast við ósk Lögreglustjórans á Suðurlandi og Brunavarna Rangárvallasýslu um sameiningu lóðar nr. 14 við Ormsvöll við Hlíðarveg 16.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi; Efnistaka Efri-Hvoll

2008023

Gröfuþjónustan á Hvolsvelli óskar eftir því að fá framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E-305 Efri-Hvoll. Áætlað magn efnistöku er 20.000 m3.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku allt að 20.000 m3 úr námu E-305 Efri-Hvoll.

4.Landskipti; Raufarfell 3

2008024

Anna Björk Ólafsdóttir óskar eftir því að skipta tveimur landspildum út úr jörðinni Raufarfell 3 L163710, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Landnot ehf, dags. 8.7.2020. Hinar nýstofnuðu spildur munu fá staðföngin Setur og Lækjarfell.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

5.Deiliskipulag - Lambalækur, íbúðarhúsalóðir

1907095

Brynjólfur Bjarnason óskar eftir heimild til breytingar á núgildandi deiliskipulagi í landi Lambalækjar í Fljótshlíð. Í breytingartillögunni verður gert ráð fyrir því að frístundabyggð verði breytt í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Lambalæk. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalskipulagsbreyting; Lambalækur

1910019

Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að frístundabyggð (F-322) á jörðinni Lambalækur (L164045), verður breytt í íbúðabyggð. Vestan við frístundabyggðina liggur íbúðarbyggð í landi Kvoslækjar (ÍB-366) og verður það svæði stækkað um það sem nemur stærð frístundabyggðar F-322.
Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögunni eru gerðar athugasemdir við að verið sé að breyta skilmálum fyrir íbúðabyggð á Kvoslæk. Búið er að lagfæra skilmálum þannig að þeir eru óbreyttir mv. þá skilmála sem í gildi eru í íbúðabyggð á Kvoslæk. Einnig er búið að minnka umfang svæðisins þannig að íbúðalóðum er fækkað úr 10 í 6. Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Landskipti; Kirkjulækur 3

2008029

Ingibjörg Sigurðardóttir óskar eftir því að skipta 68,2 ha spildu út úr Kirkjulæk 3 L163039 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 6. ágúst 2020. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Kirkjulækur 3A.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

8.Landskipti; Eystra-Seljaland

2008030

Óli Kristinn Ottósson óskar eftir því að skipta 59.473 m2 spildu út úr Eystra-Seljalandi L163760 skv. meðfylgjandu uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 16. ágúst 2020. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Eystra-Seljaland ÖB.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

9.Landskipti; Stóra-Mörk 1

2008031

Sigrún Erla Árnadóttir óskar eftir því að skipta tveimur spildum út úr Stóru-Mörk 1 L163808. Annars vegar 4.905 m2 spildu sem mun fá staðfangið Stóra-Mörk 1B og hins vegar 15.300 m2 spildu sem mun fá staðfangið Stóra-Mörk 1B Messuhóll.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

10.Landskipti; Kirkjulækjarkot 1E

2008037

Gylfi Markússon óskar eftir þvi að skipta 2.931 m2 spildu út úr Kirkjulækjarkoti 1E L220364 skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 11. ágúst 2020. Hin nýstofnaða spilda fær staðfangið Kirkjulækjarkot 1F.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

Fundi slitið - kl. 10:00.