14. fundur 27. júlí 2020 kl. 10:00 - 11:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Bjarki Oddsson formaður
  • Baldur Ólafsson
  • Halldór Óskarsson
Starfsmenn
  • Árný Lára Karvelsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Oddson Formaður samgöngunefndar
Dagskrá

1.Öldubakki; Lokun fyrir gegnumstreymi umferðar

1905079

Í maí 2020 var send út könnun til íbúa í Hvolstúni, Öldubakka, Gilsbakka, Dalsbakka og Sólbakka varðandi lokun á gegnumstreymi um Öldubakka. Spurt var annars vegar um hvort íbúar styddu lokunina eða ekki og hinsvegar um hvað íbúar myndu leggja til að gert yrði til að bæta umferðaröryggi um götuna og voru þar þrír möguleikar í boði. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 40% voru með lokun, 57,14% voru á móti lokun. 45,71% vildu setja upp þrengingar, 35,71% vill setja upp hraðahindrun og 2,86% vilja opna götuna með óbreyttu sniði. Verkfræðistofa Haraldar Sigþórssonar hefur lagt til þrjár hugsanlegar lausnir ef opnað verður fyrir umferðina.
Samgöngu- og umferðarnefnd leggur til að settar verði upp þrjár hraðanindranir í Öldubakka, við gatnamót Hlíðarvegar og Öldubakka, á móts við gangbraut, norðan við gatnamót Dalsbakk og Öldubakka og á milli Öldubakka 31 og 33a (á móts við rústirnar). Einnig að sett verði upp hraðahindrun við gatnamót Nýbýlavegar og Hvolstúns. Gengið verði þannig frá hraðahindrunum að ekki verði möguleiki á að keyra framhjá í gegnum bílastæði. Hverfið allt verði merkt sem 30 km/klst. svæði. Nauðsynlegt er að gengið verði frá hraðahindrandi aðgerðum áður en lokunum er aflétt.

2.Samgöngunefnd - önnur mál

2007047

Samgöngu- og umferðarnefnd leggur áherslu á að farið verði í að bæta merkingar og lýsingu við gangbrautir í þéttbýlinu. Hægt væri að skoða notkun á snjallljósum sem kvikna á þegar komið er að gangbraut. Nefndin telur mikilvægt að klára þetta verkefni áður en skólinn hefst í haust. Ennfremur vill nefndin ítreka fyrri bókanir varðandi skipulag og merkingar á bifreiðastæði við Hvolsskóla.

3.Umferðarmál á Hvolsvelli; 30 km hámarkshraði

2007013

Formaður Samgöngu- og umferðarnefndar kynnti málið fyrir nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 11:15.