12. fundur 30. september 2019 kl. 10:30 - 12:10 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Bjarki Oddsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Baldur Ólafsson
  • Halldór Óskarsson
  • Guðmundur Ólafsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á vegum í Rangárþingi eystra

1909107

Ólafur Guðmundsson kynnir fyrir nefndinni þá vinnu sem hann hefur unnið varðandi úttekt á vegakefi í Rangárþingi eystra. Nefndin þakkar Ólafi fyrir greinargóða kynningu og óskar eftir frekari samvinnu við hann, við gerð umferðaröryggisáæltunar sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

2.Hvolsvöllur; Deiliskipulag

1811020

Samgöngu- og umferðarnefnd tekur undir tillögu Mannvits um að ganga út frá tillögu 1 og loka ekki á umferð um Vallarbraut, að nýju íbúðahverfi. Að því gefnu að sá vegkafli Vallarbrautar sem aðgreinir íþrótta og skólasvæði verði breytt í vistgötu.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:10.