8. fundur
11. apríl 2023 kl. 16:30 - 17:12 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
Christiane L. Bahnerformaður
Guðni Ragnarsson
Guri Hilstad Ólason
Guðni Steinarr Guðjónssonvaraformaður
Stefán Friðrik Friðriksson
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
Aðalmaður: Konráð Helgi Haraldsson
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir
Starfsmenn
Árný Lára Karvelsdóttir
Anton Kári Halldórssonsveitarstjóri
Fundargerð ritaði:Árný Lára KarvelsdóttirMarkaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
1.17. júní hátíðarhöld 2023
2304013
Markaðs- og menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að halda utan um 17. júní hátíðarhöldin á Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða.
2.Iðnaðarsvæði á Hvolsvelli
2304026
Erindi frá Guðna Ragnarssyni um mikilvægi þess að klára að staðsetja iðnaðarsvæði og koma því í framkvæmd.
Markaðs- og menningarnefnd hvetur sveitarstjórn til að setja kraft í að finna hentugt landsvæði fyrir iðnað í Rangárþingi eystra sem allra fyrst. Það er brýn nauðsyn að slíkt svæði sé til staðar fyrir atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða
3.Fyrirspurn um stöðu viðræðna um alþjóðaflugvöll
2304025
Erindi frá Guðna Ragnarssyni þar sem hann spyr um stöðu viðræðna á milli sveitarfélaga um alþjóðaflugvöll á Suðurlandi.
Eftir áskorun frá Markaðs- og menningarnefnd var eftirfarandi bókun gerð á 301. fundi sveitarstjórnar þann 8. september 2022:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir samtal við nágrannasveitarfélögin um möguleika á uppbyggingu alþjóðaflugvallar á Suðurlandi. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum."
Markaðs- og menningarnefnd vill ítreka þessa áskorun og óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins.
Samþykkt samhljóða.