48. fundur 28. maí 2020 kl. 12:00 - 14:00 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir Formaður fræðslunefndar
Dagskrá
Bjarki Oddsson, varamaður hans er Rafn Bergsson. Arnar Gauti Markússon, Ólafur Þórisson og Árný Lára Karvelsdóttir boðuðu forvöll, ekki náðist að boða varamenn í tíma.

Áheyrnarfulltrúar: Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla, Valborg Jónsdóttir leikskólastjóri, Pálína B. Jónsdóttir fulltrúi kennara Hvolsskóla og Andrea Hrund Bjarnadóttir fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar.

1.Skóladagatal Hvolsskóla 2020-2021

2005048

Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 85% starfsmanna og 74% foreldra voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2020-2021.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal.

2.Skóladagatal Leikskólans Arkar 2020-2021

2005049

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti leikskóladagatal 2020-2021 með breytingu í samræmi við umræðu fundarins.
Gerð var skoðanakönnun meðal foreldra og atvinnurekenda í Rangárþingi eystra varðandi sumarlokanir leikskólans. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu studdi sumarfrí í júlí.
Aðrar niðurstöður voru ómarktækar vegna dræmrar þátttöku.
Samþykkt samhljóða

3.48. fundur fræðslunefndar; önnur mál

2005050

Vegna Covid hefur vinna við endurskoðun skólastefnu frestast, en tekinn verður upp þráðurinn í haust.

4.Eftirfylgni með úttekt á Hvolsskóla

2005054

Skólastjóri er að vinna að skýrslu til ráðuneitisins varðandi úrbætur veturinn 2019-2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:00.