44. fundur 23. október 2019 kl. 15:00 - 16:47 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Bjarki Oddsson
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Sigurmundur Páll Jónsson
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Aðrir fulltrúar á fundinum voru:
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri, Birna Sigurðardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir sem fulltrúi kennara Hvolsskóla, Andrea Hrund Bjarnadóttir sem fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar, Ólafur Þórisson fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla og Björk Guðnadóttir fulltrúi foreldra Leikskólans Arkar.
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundar til að bæta við dagskrálið númer 4. Hvolsskóli, almenn málefni.

1.Læsisstefna Hvolsskóla og Leikskólans Arkar

1909088

Fulltrúar ráðgjafateymis Menntamálastofnunar, Katrín Ósk og Guðbjör Rut koma á fundinn og kynna hlutverk fræðslunefnda í eftirfylgd læsistefnu sveitarfélaga og skóla.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða yfirferð um læsistefnu og hlutverk fræðslunefndar. Teymið hefur þegar átt fund með fulltrúum grunn- og leikskóla og formanni fræðslunefndar þar sem farið var yfir drög að læsisstefnu Rangárþings eystra, Leikskólans Arkar og Hvolsslóla. Drögin koma aftur til yfirferðar fræðslunefndar í desember 2019.

2.Skólanámsskrá Hvolsskóla 2019-2020

1910076

Fræðslunefnd staðfestir skólanámsskrá Hvolsskóla 2019-2020, það með talið starfsmannahandbók, starfsáætlun og námsvísa allra stiga.

3.Skóladagatal Hvolsskóla 2019-2020; viðauki

1910077

Fræðslunefnd samþykkir uppbrots- og skerta daga fyrir skólaárið 2019-2020.

4.Hvolsskóli; almenn mál

1910083

Skólastjóri fer yfir almenn málefni Hvolsskóla.
Hvolsskóli mun hljóta grænfánann í sjötta sinn, sem er afar ánæjulegt.
Hlutfall kennara með kennsluréttindi er mjög hátt í Hvolsskóla eða 94% auk menntaðra sérkennarar og þroskaþjálfa.
Framundan er dagur íslenskrar tungu sem haldinn verður hátíðlegur þann 12. nóvember með upplestri 10. bekkinga á Njálu ásamt fleiri uppákomum. Auk fleiri fastra viðburða í skólastarfinu.

5.Leikskólinn Örk; almenn málefni

1910078

Frá apríl 2020 verða 94 börn á leikskólanum, öll börn í Rangárþingi eystra komast inn frá eins árs aldri og eins og staðan er í dag er enginn biðlisti.
Leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans fyrir komandi vetur. Hlutfall leikskólakennara hefur vaxið ört unandfarið, enda margir starfsmenn hafa sótt nám í leikskólakennarafræðum á undanförnum árum.

6.Mötuneytismál Hvolsskóla og leikskólans Arkar

1910075

Lagt fram til kynningar

7.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

1910010

Lagt fram til kynningar.

8.Skólaþing sveitarfélaga 2019

1910074

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:47.