56. fundur 16. febrúar 2022 kl. 13:00 - 14:45 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir
Dagskrá
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Arnar Gauti boðaði forföll á fundinn og varamaður hafði ekki tök á að mæta.

1.Kynning á starfsemi Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu

2202050

Þórunn Jóna Hauksdóttir kynnir starfsemi Skólaþjónustunnar.
Þórunn Jóna fer yfir starfsemi Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.


2.Málefni Hvolsskóla

2103019

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir málefni Hvolsskóla
Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.

Birna nefnir í tengslum við vel heppnaða sýningu nemenda á elsta stigi á þemaverkefnum sínum í kynjafærði að kynjafærði er kennd í 8-10 bekk og í þemavikum hjá 5-7. bekk.

Nú þegar verið er að aflétta takmökunum vegna Covid-19 er búið er að opna skólann fyrir gestum, einnig er vonast til að hægt verði að brjóta upp hefðbundna kennslu og halda til að mynda árshátíðir nemenda.

Vinna við nýja skólastefnu er í fullum gangi og er vonast til að hún verði tilbúin í lok mars.

3.Heilsueflandi grunnskóli

2202051

Tinna Erlingsdóttir kynnir stöðu innleiðingar Heilsueflandi grunnskóla.

Tinna fer yfir innleiðingu Heilsueflandi grunnskóla og að innleiðinginn sé á lokametrunum.

Fundarmenn lýsa yfir ánægju með framgang verkefnisins og hversu vel innleiðingin gengur.

4.Málefni leikskólans Arkar

2103017

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir málefni leikskólans Arkar
Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.

5.Heilsueflandi leikskóli

2202052

Valborg Jónsdóttir kynnir stöðu innleiðingar Heilsueflandi leikskóla.
Valborg fer yfir innleiðinguna á Heilsueflandi leikskóla og hvar verkefnið er statt.

Fundarmenn lýsa yfir ánægju með framgang verkefnisins og hversu vel innleiðingin gengur.

6.Leikskólinn Öri; ósk um breytingu á skóladagatali leikskólans 2021-2022

2202053

Samþykkt samhljóða og leikskólastjóra falið að auglýsa vel tímanlega.
Sólbjört leggur til að leikskólanum verði lokað 8. júlí kl 14:00, síðasta dag fyrir sumarfrí, vegna frágangs og til að tryggja öryggi barna.

Samþykkt samhljóða og leikskólastjóra falið að auglýsa breytinguna í tíma.

7.Fáliðunaráætlun Leikskólans Arkar

2202054

Sólbjört fer yfir fáliðunaráætlun leikskólans Arkar.
Sólbjört fór yfir fáliðunaráætlun leikskólans Arkar og í hverju hún fellst.

Fundi slitið - kl. 14:45.