52. fundur 14. apríl 2021 kl. 11:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Árný Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Arnar Gauti Markússon boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

1.Skóladagatal Hvolsskóla 2021-2022

2104035

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, leggur fram drög að skóladagatali Hvolsskóla 2021-2022 til samþykktar.
Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 75% foreldra og 88% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2021-2022. Nefndin þakkar skólastjórnendum fyrir að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla eins og kostur er.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal.

2.Leikskólinn Örk; leikskóladagatal 2021-2022

2104037

Sólbjört S. Gestsdóttir, leikskólastjóri, leggur fram drög að leikskóladagatali 2021-2022, til samþykktar.
Sólbjört kynnir tvö mismunandi drög að leikskóladagatali fyrir veturinn 2021-2022.
Nefndin þakkar skólastjórnendum fyrir að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla eins og kostur er.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti Drög 1 að leikskóladagatali 2021-2022.

3.Leikskólinn Örk; Handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi

2104036

Árný Jóna Sigurðardóttir, deildarstjóri á Ævintýralandi, kynnti Handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi sem nú er klár en unnið hefur verið að bókinni sl. 2 ár. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og óskar leikskólanum til hamingju með handbókina. Fræðslunefnd hrósar verkefnastjórninni sem og öðrum starfsmönnum leikskólans fyrir vel unnin störf og frábæra afurð og óskar þeim velfarnaðar við innleiðingu verkferlanna.

Fundi slitið - kl. 12:00.