51. fundur 10. mars 2021 kl. 13:00 - 15:00 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Páll Eggertsson
  • Arnar Gauti Markússon
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Andrea H. Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
Esther Sigurpálsdóttir boðar forföll

Formaður setur fundinn og biður um að bæta við nýjum fundarlið, liður 4: Tilnefningar til Íslensku Menntaverðlaunanna 2021, liður 6: Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn, fundargerð nr 1 og liður 7: Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn, fundargerð nr 2.

1.Skóladagatal Leikskólans Arkar; breyting

2102070

Tillaga frá leikskólastjóra að breytingu á leikskóladagatali.
Óskað er eftir færslu á starfsdegi sem skráður er 23. apríl verði færður og skipt í tvo daga þ.e. lokað verður klukkan 12:00 þann 25. júní og opnað klukkan 12:00 þann 3. ágúst.

Samþykkt samhljóða

2.Málefni leikskólans Arkar

2103017

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir málefni leikskólans Arkar.
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir málefni leikskólans Arkar, s.s. starfsemi deilda, húsnæðismál og starfsmannamál. Þróunarverkefni Snemmtæk íhlutun í lestri barna er í yfirlestri og stefnt er að innleiðingu á verkefninu á árinu. Sveitarstjóri fer yfir húsnæðismál leikskólans og hvernig málin standa þar.

Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir góða yfirferð.

3.Málefni Hvolsskóla

2103019

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir málefni Hvolsskóla.
Birna Sigurðardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, fer yfir málefni skólans. Vegna húsnæðismála í leikskólanum hefur elsta deild leikskólans verið í mat í skólanum og félagsmiðstöðin hefur fengið annað svæði innan skólans. Covid hefur sannarlega haft áhrif innan skólans og hafa orðið breytingar á skólastarfi og ýmsum föstum viðburðum. Birna fer einnig yfir starfsmanna- og húsnæðismál í skólanum.

Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir góða yfirferð.

4.Tilnefningar til Íslensku Menntaverðlaunanna 2021

2103029

Fræðslunefnd ræðir um mögulegar tilnefningar úr sveitarfélaginu til Íslensku Menntaverðlaunanna 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Börn af erlendum uppruna og íþróttir

2102091

Lagt fram til kynningar.

6.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 1. fundur

2103033

Lagt fram til kynningar

7.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 2. fundur

2103034

Lagt fram til kynningar

8.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 3. fundur

2103014

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar landshlutateymis um samþætta þjónusta við fötluð börn.
Lagt fram til kynningar

9.Landshlutateymi um samþætta þjónustu við fötluð börn; fundargerð 4.fundur

2103007

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar landshlutateymis um samþætta þjónusta fyrir fötluð börn
Lagt fram til kynningar

10.Tilnefning til Menntaverðlauna Suðurlands 2020

2101007

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:00.