2405040
Á 10. fundi fjölskyldunefndar 21. Júní 2023 var lagt fram bréf frá áhugasömum foreldrum í Rangárþingi eystra um að farið verði í betrum bætur á Gamla róló. Formanni nefndarinnar var falið að hafa samband við Umhverfis- og garðyrkjustjóra. Fór einhver vinna af stað varðandi þetta erindi?
Á 12. fundi fjölskyldunefndar 18. október 2023 var tekið fyrir erindi um að fundin yrði hentug staðsetning fyrir regnbogagötu. Fjölskyldunefnd samþykkti það og lagði til að hún yrði máluð í vor. Nú er komið vor og ekki eftir neinu að bíða. Er búið að ákveða staðsetningu?
Bókun fulltrúa N-lista:
Vegna þeirra hagsmuna sem liggja hér að baki er mikilvægt að horft sé til marktækni könnunarinnar í ljósi þess hversu dræmt svarhlutfallið er,
en hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Einnig gerir undirrituð athugasemd við framkvæmd könnunarinnar þar sem ekki var send út áminning til foreldra um að könnunin stæði yfir og þeir hvattir til þess að taka þátt áður en svarfrestur myndi renna út. Auk þess voru tæknilegir annmarkar til staðar í forritinu sem notast var við þar sem sumir hverjir gátu ekki svarað könnuninni í gegnum síma heldur eingöngu í gegnum tölvu.
Þessu til viðbótar vill undirrituð árétta mikilvægi þess að lögð sé aukin áhersla á menntun barna sér í lagi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu að lesskilningur drengja heldur áfram að versna, en þriðjungur grunnskóladrengja getur ekki lesið sér til gagns, haft eftir formanni Kennarasambands Íslands í apríl 2022.
Nemendur sem eru að ljúka 10 ára skólagöngu hjá Hvolsskóla í vor hafa farið á mis við 100 skóladaga vegna þessa fyrirkomulags sem viðhaft er, að árlega séu skóladagar einungis 170.
Af öllu ofangreindu sögðu vil ég því ítreka bókun mína frá því í fyrra um sama mál í fundargerð fjölskyldunefndar (maí 2023) og hvet sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun barna í Rangárþingi eystra ekki neinn afslátt heldur þess í stað að gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.
Heiðbrá Ólafsdóttir, fulltrúi N-lista
Bókun fulltrúa D og B-lista.
Ljóst er að skiptar skoðanir eru milli fólks um fyrirkomulag skóladagatals Hvolsskóla þá aðallega hvort skólaárið skuli vera 170 eða 180 dagar. Undanfarin ár hefur virkt samráð allra hagsmunaaðila farið fram þegar ákveðið er hvor leiðin skuli vera farin. Síðast liði haust barst álit frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem skýrt kemur fram að það fyrikomulag sem viðhaft hefur verið við ákvörðun og svo sú niðurstaða um að með því að lengja kennslustundir hvers skóladags náist markmið um 180 daga skólaár í samræmi við 28. gr. laga um grunnskóla. Í niður lagi álits ráðuneytis segir eftirfarandi:
„Í ljósi framangreinds telur ráðuneytið ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirkomulagið. Skólaár Hvolsskóla er útfært á þann veg að virkum kennsludögum er fækkað samhliða því að kennslustundum er dreift yfir skólaárið með það að leiðarljósi að kennsludagarnir séu samfelldir með eðlilegum hléum og fari ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska. Þar að auki er fyrikomulagið ákveðið í samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar.“
Sú könnun sem hefur verið gerð árlega hefur það markmið að auka samráð varðandi ákvörðunina og gefa öllum í skólasamfélaginu tækifæri á því að koma sínum skoðunum á framfæri. Á 16. fundi fjölskyldunefndar þann 20. mars var eftirfarandi bókað og samþykkt.
„Ákvörðun um könnun um lengd skólaárs í Hvolsskóla
Að óbreyttu ætti könnun, til foreldra barna í Hvolsskóla, um 170 eða 180 daga skólaár að vera lögð fyrir á næstu misserum. All miklar umræður eru í samfélaginu um að okkar skóli ætti ekki að vera á undanþágu um 170 daga, heldur að vera eins og flest allir skólar í landinu með 180 daga. Lagt er til að kjörnir fulltrúar fjölskyldunefndar kjósi um hvort að könnunin verði lögð fyrir foreldra og starfsmenn skólans, eða ekki.
Fjórir fulltrúa fjölskyldunefndar, SSÚ, RB, LBL og ÁB, samþykkja að haldin verði könnum um lengd skólaárs Hvolsskóla og á móti eru 3 fulltrúar, SKV, ÁLS, HÓ. Formanni fjölskyldunefndar og skólastjóra er falið að útfæra könnun um lengd skólaársins og skólastjóra í framhaldinu falið að leggja könnina fyrir.“
Nú hefur könnun verið lögð fyrir og var þátttaka í könnuninni svipuð og undanfarin ár. Niðurstöður hennar eru skýrar og var meirihluti bæði foreldra og starfsmanna fyrir því að halda óbreyttu 170 daga skólaári. Vandað var til verka við gerð og útsendingu könnunar og gefin rúmur tími til þess að svara.
Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Ólafur Þórisson
Ásta Brynjólfsdóttir
Rafn Bergsson
Lea Birna Lárusdóttir