18. fundur 15. maí 2024 kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
 • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
 • Rafn Bergsson
 • Lea Birna Lárusdóttir
 • Heiðbrá Ólafsdóttir
 • Ásta Brynjólfsdóttir
 • Ágúst Leó Sigurðsson
 • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Sigurmundur Páll Jónsson áheyrnarfulltrúi foreldra
 • Ólafur Þórisson
  Aðalmaður: Sandra Sif Úlfarsdóttir
 • Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
Starfsmenn
 • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
 • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
 • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025

2405037

Lagt fram til samþykktar skóladagatal Hvolsskóla fyrir skólaárið 2024-2025.
Skóladagatal Hvolsskóla 2024-2025 samþykkt með fimm atkvæðum, SKV, RB, ÁB, ÓÞ og LBL. Á móti tvö atkvæði ÁLS, HÓ.

Bókun fulltrúa N-lista:
Vegna þeirra hagsmuna sem liggja hér að baki er mikilvægt að horft sé til marktækni könnunarinnar í ljósi þess hversu dræmt svarhlutfallið er,
en hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Einnig gerir undirrituð athugasemd við framkvæmd könnunarinnar þar sem ekki var send út áminning til foreldra um að könnunin stæði yfir og þeir hvattir til þess að taka þátt áður en svarfrestur myndi renna út. Auk þess voru tæknilegir annmarkar til staðar í forritinu sem notast var við þar sem sumir hverjir gátu ekki svarað könnuninni í gegnum síma heldur eingöngu í gegnum tölvu.

Þessu til viðbótar vill undirrituð árétta mikilvægi þess að lögð sé aukin áhersla á menntun barna sér í lagi í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu að lesskilningur drengja heldur áfram að versna, en þriðjungur grunnskóladrengja getur ekki lesið sér til gagns, haft eftir formanni Kennarasambands Íslands í apríl 2022.

Nemendur sem eru að ljúka 10 ára skólagöngu hjá Hvolsskóla í vor hafa farið á mis við 100 skóladaga vegna þessa fyrirkomulags sem viðhaft er, að árlega séu skóladagar einungis 170.

Af öllu ofangreindu sögðu vil ég því ítreka bókun mína frá því í fyrra um sama mál í fundargerð fjölskyldunefndar (maí 2023) og hvet sveitarstjórn eindregið til þess að gefa menntun barna í Rangárþingi eystra ekki neinn afslátt heldur þess í stað að gera henni hærra undir höfði með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.

Heiðbrá Ólafsdóttir, fulltrúi N-lista

Bókun fulltrúa D og B-lista.
Ljóst er að skiptar skoðanir eru milli fólks um fyrirkomulag skóladagatals Hvolsskóla þá aðallega hvort skólaárið skuli vera 170 eða 180 dagar. Undanfarin ár hefur virkt samráð allra hagsmunaaðila farið fram þegar ákveðið er hvor leiðin skuli vera farin. Síðast liði haust barst álit frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem skýrt kemur fram að það fyrikomulag sem viðhaft hefur verið við ákvörðun og svo sú niðurstaða um að með því að lengja kennslustundir hvers skóladags náist markmið um 180 daga skólaár í samræmi við 28. gr. laga um grunnskóla. Í niður lagi álits ráðuneytis segir eftirfarandi:
„Í ljósi framangreinds telur ráðuneytið ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirkomulagið. Skólaár Hvolsskóla er útfært á þann veg að virkum kennsludögum er fækkað samhliða því að kennslustundum er dreift yfir skólaárið með það að leiðarljósi að kennsludagarnir séu samfelldir með eðlilegum hléum og fari ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska. Þar að auki er fyrikomulagið ákveðið í samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar.“
Sú könnun sem hefur verið gerð árlega hefur það markmið að auka samráð varðandi ákvörðunina og gefa öllum í skólasamfélaginu tækifæri á því að koma sínum skoðunum á framfæri. Á 16. fundi fjölskyldunefndar þann 20. mars var eftirfarandi bókað og samþykkt.
„Ákvörðun um könnun um lengd skólaárs í Hvolsskóla
Að óbreyttu ætti könnun, til foreldra barna í Hvolsskóla, um 170 eða 180 daga skólaár að vera lögð fyrir á næstu misserum. All miklar umræður eru í samfélaginu um að okkar skóli ætti ekki að vera á undanþágu um 170 daga, heldur að vera eins og flest allir skólar í landinu með 180 daga. Lagt er til að kjörnir fulltrúar fjölskyldunefndar kjósi um hvort að könnunin verði lögð fyrir foreldra og starfsmenn skólans, eða ekki.
Fjórir fulltrúa fjölskyldunefndar, SSÚ, RB, LBL og ÁB, samþykkja að haldin verði könnum um lengd skólaárs Hvolsskóla og á móti eru 3 fulltrúar, SKV, ÁLS, HÓ. Formanni fjölskyldunefndar og skólastjóra er falið að útfæra könnun um lengd skólaársins og skólastjóra í framhaldinu falið að leggja könnina fyrir.“

Nú hefur könnun verið lögð fyrir og var þátttaka í könnuninni svipuð og undanfarin ár. Niðurstöður hennar eru skýrar og var meirihluti bæði foreldra og starfsmanna fyrir því að halda óbreyttu 170 daga skólaári. Vandað var til verka við gerð og útsendingu könnunar og gefin rúmur tími til þess að svara.

Sigríður Karólína Viðarsdóttir
Ólafur Þórisson
Ásta Brynjólfsdóttir
Rafn Bergsson
Lea Birna Lárusdóttir

2.Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2022-2023

2405038

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðgengi að Leikskólanum Öldunni

2405014

Lagt fram erindi foreldraráðs Öldunnar er varðar læsingar á hliðum inn í garð leikskólans.
Verið er að vinna í málinu og ný hlið verða sett upp þegar leikskólinn fer í sumarleyfi.

4.Fyrirspurnir B-lista til fjölskyldunefndar

2405040

Á 10. fundi fjölskyldunefndar 21. Júní 2023 var lagt fram bréf frá áhugasömum foreldrum í Rangárþingi eystra um að farið verði í betrum bætur á Gamla róló. Formanni nefndarinnar var falið að hafa samband við Umhverfis- og garðyrkjustjóra. Fór einhver vinna af stað varðandi þetta erindi?Á 12. fundi fjölskyldunefndar 18. október 2023 var tekið fyrir erindi um að fundin yrði hentug staðsetning fyrir regnbogagötu. Fjölskyldunefnd samþykkti það og lagði til að hún yrði máluð í vor. Nú er komið vor og ekki eftir neinu að bíða. Er búið að ákveða staðsetningu?
Spurning 1:
Eftir fund fjölskyldunefndar í júní, hafði formaður samband við Guðrúnu umhverfis- og garaðyrkjustjóra. Rætt var hvort ekki væri hægt að gera gamla róló betri skil svo hann yrði fjölskylduvænni, með fleiri leiktækjum og annarri afþreyingu fyrir fjölskyldur sveitarfélagsins. Tók hún vel í það og talaði um að byrja á því með haustinu. . En eins og þið flest vitið, þá er Guðrún hætt hjá okkur, við erum að ráða inn nýjan starfsmann í hennar starf. Í bréfi frá áhugasömum foreldrum, sem barst til okkar á fund fjölskyldunefndar, var til dæmis komið með tillögu um að gera gamla róló að ævintýrasvæði, nota stór dekk og trjádrumba eins og er til dæmis á leikskólalóð á Akureyri, en það gilda ekki sömu reglur varaðandi staðla frá heilbrigðiseftirliti hér og fyrir norðan, svo það er ekki í boði. Búið er að vinna eftir úttektarskýrslu, sem að BSI vottunarfyrirtæki læksvæða, hafa tekið út hjá okkur, þau leiktæki sem hafa fengið athugasemdir hafa verið löguð. Þóra byggingafulltrúi sagði mér að eitt af fyrstu verkum nýs umhverfis- og garðyrkjustjóra verði að endurskoða öll leiksvæði í heild, færa til leiktæki til dæmis af gömlu leikskólalóðinni og finna þeim nýjan stað, til dæmis á gamla róló. Blakvöll á gamla róló er hugmyndin, en það þarf grendarkönnun því það er ekki inni á skipulagi.

Spurning 2:
Verið er að skoða, vega og meta hvar best sé að setja niður regnbogagötu. Ég hef lagt það til hvort að ekki væri hentugt að hafa þetta eitt af verkefnum fyrir eldri börnin, ásamt fleirum, sem ekki eru nógu gömul til að fara unglingavinnuna (sumarskólann), hef sent póst á Laufey Hönnu sem verður með þau börn í sinni umsjá. Vil einnig hrinda af stað hugmynd um hvort það væri heppilegra að nýta ljósastaura í stað götu eða gangstíg. Efna til viðburðar með börnunum.

Fundi slitið - kl. 15:00.