8. fundur 19. apríl 2023 kl. 13:00 - 14:36 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
    Aðalmaður: Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjuhvoll; heimsókn hjúkrunarforstjóra

2304055

Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, kemur og kynnir starfsemi Kirkjuhvols.
Fjölskyldunefnd þakkar Sjöfn Dagmar kærlega fyrir þessa góðu kynningu á starfsemi Kirkjuhvols.

Fjölskyldunefnd telur afar brýnt að tímabundnu rýmin 5 sem nú er leyfi fyrir til næstu áramóta verði fest í sessi. Nefndin skorar á sveitarstjórn að hefja samtalið við Heilbrigðisráðherra um þessi rými sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða.

2.Tillaga frá B-lista um samstarfssamning við Samtökin ''78

2304064

Fjölskyldunefnd þakkar B-lista fyrir gott erindi og felur formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

3.Samtökin 22; Bréf til fjölskyldunefndar

2304052

Fjölskyldunefnd hefur móttekið erindi frá Samtökunum 22. Hjá Rangárþingi eystra er enginn samstarfssamningur við Samtökin 78.

Rangárþing eystra fagnar fjölbreytileikanum og í öllu starfi sveitarfélagsins er réttur alls fólks jafn.

Öll eigum við tilkall til mannréttinda óháð kynvitund, kynhneigð, litarhætti, kynþætti, kynferði, trúar, skoðana, tungu, þjóðernis, uppruna, ætternis, eigna eða annarra aðstæðna.
Því telur sveitarfélagið sig ekki eiga samleið með þeim gildum sem Samtökin 22 hefur sett sér.

Vísar nefndin að lokum í 3. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem er svo hljóðandi: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgis.

Samþykkt með 4 atkvæðum ÁB, SKV, LBL og ÓÞ. HÓ situr hjá.

4.Íslensku menntaverðlaunin 2023

2304053

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna 2023. Frestur til að senda inn tilnefningar er til 1. júní nk. og verðlaununum er skipt niður í fimm flokka:
1.
Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur
2.
Framúrskarandi kennari
3.
Framúrskarandi þróunarverkefni
4.
Framúrskarandi iðn- og verkmenntun
5.
Hvatningarverðlaun til einstaklings eða hóps
Lagt fram til kynningar.

5.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna; bæklingur

2303074

Lagt fram til kynningar.

6.Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu

2304012

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:36.