3. fundur 26. október 2022 kl. 13:00 - 14:25 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Guðni Ragnarsson
    Aðalmaður: Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Árný Lára Karvelsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldunefnd; minnispunktar formanns

2210071

Lagt fram minnisblað formanns fjölskyldunefndar um helstu verkefni liðinna vikna.
Sigríður Karólína Viðarsdóttir, formaður Fjölskyldunefndar, fer yfir minnisblað formanns yfir þau málefni sem kallað var eftir upplýsingar um á síðasta fundi sem og málefni sem komið hafa upp milli funda.
Málefni leikskólans Arkar

2.Leikskólinn Örk; Starfsáætlun 2022-2023

2210057

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir Starfsáætlun fyrir skólaárið 2022-2023.
Fjölskyldunefnd staðfestir Starfsáætlun Leikskólans Arkar skólaárið 2022-2023. Samþykkt samhljóða

3.Leikskólinn Örk; Ársskýrsla 2021-2022

2210056

Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir ársskýrslu fyrir skólaárið 2021-2022.
Fjölskyldunefnd staðfestir Ársskýrslu leikskólans Arkar skólaárið 2021-2022.
Samþykkt samhljóða.

4.Foreldraráð leikskólans Arkar; Tillaga um að gerð verði úttekt á mötuneyti sveitarfélagsins

2210073

Foreldraráð leikskólans Arkar leggur til að ráðinn verði sérfræðingur í næringarfræði til að gera úttekt á mötuneyti sveitarfélagsins.
Fjölskyldunefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að kanna kostnað við úttekt sem þessa fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Málefni Hvolsskóla

5.Hvolsskóli; Skólanámskrá 2022-2023

2210058

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir Skólanámskrá fyrir skólaárið 2022-2023.
Fjölskyldunefnd staðfestir Skólanámskrá Hvolsskóla 2022 - 2023.
Samþykkt samhljóða.

6.Lengd skólaárs í Hvolsskóla

2209093

Fjölskyldunefnd samþykkir að skipa vinnuhóp til að safna gögnum um kosti og galla 170 daga skólaárs eða 180 daga skólaárs. Vinnuhópurinn skilar inn gögnum til nefndarinnar í síðasti lagi fyrir fund hennar í janúar.
Fjölskyldunefnd leggur til að í vinnuhópnum verði Heiðbrá Ólafsdóttir, Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir og Rafn Bergsson.
Samþykkt samhljóða.

7.Skólaþjónustan; Staða náms- og starfsráðgjafa

2209124

Fjölskyldunefnd samþykkir að skólastjóri Hvolsskóla sé best til þess fallinn að sjá um og meta, með skólastjórnendum hinna skólanna í byggðarsamlaginu, hvort náms- og starfsráðgjafi skuli vera innan skólanna, hjá skólaþjónustu eða að fá aðkeypta þjónustu.
Samþykkt samhljóða

8.Öldungaráð 2022 - 2026

2210070

Fjölskyldunefnd hvetur sveitarstjórn Rangárþings eystra til að tilnefna fulltrúa í Öldungaráð Rangárvallasýslu hið fyrsta.
Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 14:25.