1. fundur 04. júlí 2022 kl. 15:00 - 15:43 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir
  • Stefán Friðrik Friðriksson
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns og varaformanns; Fjölskyldunefnd

2207008

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri leggur fram tillögu um að Sigríður Karólína Viðarsdóttir verði kosin formaður nefndarinnar og Heiðbrá Ólafsdóttir varaformaður.
Samþykkt samhljóða.

2.Kynning á stjórnsýslu og erindsbréf; Fjölskyldunefnd

2207009

Nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins og drög að erindisbréfi kynnt fyrir nefndinni.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri kynnir fyrir nefndarmönnum nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins ásamt drgöum að erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd.

3.Skólaskjól; styttri opnunartími

2206043

Byggðarráð Rangárþings eystra vísaði erindinu til afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum þann 23. júní 2022.
Fjölskyldunefnd samþykkir samhljóða að verða við beiðni forstöðumanna um styttingu skólaskjóls og einnig möguleika á aukaferðum skólabíla.

4.Skólaakstur haustið 2022

2207010

Skipulag skólaaksturs fyrir haustið 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:43.