231. fundur 27. apríl 2023 kl. 08:15 - 09:56 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Formaður byggðarráðs óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál númer 2 2304096 Leikskólalóð; Útboð; Opnun tilboða. Aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Undir lið eitt koma allir fulltrúar sveitarstjórnar.

1.Ársreikningur Rangárþings eystra 2022; Fyrri umræða

2304073

Berglind Hákonardóttir, endurskoðandi, kemur á fund Byggarráðs og kynnir niðurstöður ársreiknings fyrir fundarmönnum.
Lagt er til að vísað til ársreikning 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar

2.Leikskólalóð; Útboð; Opnun tilboða

2304096

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Grjótgás ehf.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Gatnagerð - Hallgerðartún 3. áfangi

2301012

Auglýst var eftir tilboðum í verkið "Gatnagerð-Hallgerðartún 3. áfangi" í byrjun apríl. Þrjú tilboð bárust og þann 18. apríl voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu. Niðurstaða tilboða er eftirfarandi: Gröfuþjónustan ehf/Smávélar ehf 86.950.189 kr Aðalleið ehf 97.628.673 kr og Snilldarverk ehf 136.101.992 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 80.654.265 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála verðu unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Að yfirferðinni lokinni og ef ekki verða gerðar athugasemdir við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála er sveitastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gröfuþjónustuna ehf. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Lóðaúthlutanir í miðbæ Hvolsvallar

2304075

Á 225. fundi byggðarráðs var ákveðið að auglýsa lausar lóðir í miðbæ Hvolsvallar sem eina heild. Umsóknafrestur var til 31. mars 2022 og bárust 3 umsóknir í lóðirnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða umsækjendur til fundar þar sem þeim verður gefið tækifæri á því að kynna sín áform. Í framhaldi metur byggðarráð hver umsækjanda hlýtur lóðirnar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Foreldraráð leikskólans Arkar; Beiðni um endurskoðun á leikskólagjöldum

2303050

Á 7. fundi Fjölskyldunefndar var tekið fyrir erind frá Foreldraráði leikskólans Arkar þar sem óskað er eftir endurskoðun á leikskólagjöldum í sveitarfélaginu. Fjölskyldunefnd bókaði eftirfarandi um málið:
Fjölskyldunefnd þakkar gott erindi og vísar fyrirspurninni til byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar foreldarráði fyrir erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Fyrirspurn v. leigu á félagsheimilinu Goðalandi

2304074

Tekið fyrir erindi Glamping ehf þar sem óksað er eftir viðræðum vegna leigu á félagsheimilinu Goðlandi sumarið 2023.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Glamping ehf. um leigu á félagsheimilinu Goðalandi í sumar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

7.Trúnaðarmál

2304076

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

8.Hlíðarvegur 14; Framtíðarmöguleikar

2304093

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um framtíðarmöguleika húsnæðis að Hlíðarvegi 14 á Hvolsvelli.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eignin verði sett í söluferli.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Húsnefnd Fossbúðar; Fundargerð 12.04.2023

2304079

Lögð fram til umræði og samþykktar fundargerð fundar stjórnar húsnefndar Fossbúðar frá 12. apríl 2023.
Fundargerð staðfest. Byggðarráð felur sveitarstjóra og formanni húsnefndar að útbúa auglýsingu og auglýsa Fossbúð til leigu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga; 921. fundur stjórnar

2304036

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 921. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lög fram til kynningar.

11.Bergrisinn; 53. fundur stjórnar; 17.03.23

2304044

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 53. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lög fram til kynningar.

12.Bergrisinn; 54. fundur stjórnar; 03.04.2023

2304045

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 54. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lög fram til kynningar.

13.4. fundur stjórnar Arnardrangs hses; 17.03.2023

2304046

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 4. fundar stjórnar Arnardrangs hses.
Fundargerð lög fram til kynningar.

14.Héraðsráð Rangæinga; 4. fundur 18. apríl 2023

2304066

ögð fram til umræði og kynningar fundargerð 4. fundar Héraðsráðs Rangæinga.
Fundargerð lög fram til kynningar.

15.318. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 17.04.23

2304067

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 318. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð lög fram til kynningar.

16.69. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2304068

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lög fram til kynningar.

17.70. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2304069

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 70. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lög fram til kynningar.

18.71. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2304070

Lögð fram til umræði og kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu.
Fundargerð lög fram til kynningar.

19.Gamli bærinn í Múlakoti; 20. fundur stjórnar

2304071

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 20. fundar stjórnar Gamla bæjarins í Múlakoti.
Fundargerð lög fram til kynningar.

20.Fundarboð; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023

2304065

Lagt fram til kynningar Aðalfundarboð Lanskerfis bókasafna hf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:56.