95. fundur 22. júní 2023 kl. 10:00 - 11:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Fulltrúi skipulags- og byggingaembættis
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 11 - Flokkur 3,

2303111

Jötkunverk efh. óskar eftir byggingarleyfi að Hallgerðartúni 11 um ræðir 232,3 m2 íbúðarhús skv. meðfylgjandi gögnum.
Kristinn Ragnarsson skilar inn uppdráttum dags. 30.mars 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Réttarmói 3 - Flokkur 1,

2303009

Elías Víðisson óskar eftir byggingarheimild fyrir 66,4 m2 bílskúr við Réttarmóa 3. Ívar Hauksson skilar inn aðaluppdráttum dags. 27.janúar 2023.
Framkvæmdin var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 23.maí 2023 að heimila byggingarheimild. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Umsögn vegna starfsleyfis - Guðmundur Tómasson

2306052

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna umsóknar frá Guðmundi Tómassyni að Miðskála 2,F221-4854. óskað er eftir upplýsingum hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14.gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Einnig að starfsemin sé í samræmi við skipulag skv. skipulagslögum skv. 6.g. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykkir notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þverártún 7 - Flokkur 1,

2306059

Ólafur Guðmundsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 59,4 m2 frístundarhúsi að Þverártún 7, L200633 skv. meðfylgjandi gögnum.
Samúel Smári Hreggviðsson skilar inn uppdráttum dags. 24.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flugtún 5 - Flokkur 1,

2306058

Flugmúlinn ehf. óskar eftir byggingarheimild fyrir 272 m2 geymslum við Flugtún 4, L236025.
Jón Davíð Ásgeirsson skilar inn uppdráttum dags. 14.júní 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Steinar 2 og 3 land 163724 - Flokkur 1,

2302018

Sigurður Örn Kristjánsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 95,7 m2 frístundarhúsi að Steinum 2. Guðmundur Hreinsson skilar inn uppdráttum dags. 23.janúar 2023.
Framkvæmdin var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 20.júní 2023 að heimila byggingarheimild. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Ýrarlundur - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2306057

Páll Björgvin Guðmundsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 60 m2 frístundarhúsi að Ýrarlundi skv. með fylgjandi uppdrætti.
Gunnar Stefán Larsson skilar inn uppdráttum dags. júní 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sámsstaðir 1, lóð 10 - Flokkur 1,

2306075

Ingvar Stefánsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 189,4 m2 frístundahúsi að Sámsstöðum 1, lóð 10 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Sigríður Arngrímsdóttir skilar inn aðaluppdráttum dags. 20.júní 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Rein - Flokkur 1,

2306062

Páll Elíasson óskar eftir byggingarheimild fyrir þremur 26 m2 gestahúsum við Rein, L235769.
Ívar Hauksson skilar inn aðaluppdráttum, dags. júní 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:15.