93. fundur 25. maí 2023 kl. 09:00 - 10:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
  • Ólafur Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efri-Úlfsstaðir 163853 - Flokkur 1,

2302058

Framtíðin ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir fimm 39,9 m2 gestahúsum að Efri-Úlfsstöðum, L163853 skv. meðfylgjandi gögnum.
Guðmundur Hreinsson skilar inn uppdráttum dags. 18.janúar 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Hallgerðartún 56-58 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2305022

Birta Sigurborg Úlfarsdóttir óskar eftir byggingarleyfi fyrir 981,2 m2 parhúsi við Hallgerðartún 56-58 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn hönnunargögnum,dags. 23.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

3.Umsögn vegna starfsleyfis - Borgarskálinn, Stóra-Borg lóð.

2305037

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna starfsleyfisumsóknar frá Borgarskálinn ehf. að Stóru-Borg Lóð, L209834.

4.Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Njálsgerði 1

2305079

Edda G. Antonsdóttir tilkynnir um framkvæmd vegna gróðurhúss við Njálsgerði 1 skv. meðfylgjandi gögnum.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

5.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Miðskáli 2

2305082

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Guðmundar Tómassonar, fyrir rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Miðskála 2.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Grímsstaðir 163945 - Flokkur 1,

2305083

Veiðifélagið Eystri bakka Hólsár óskar eftir byggingarleyfi fyrir tveimur 165,1 m2 rýmum undir gistingu að Ytri-Hól 2.
Kristján Bjarnason hönnunarstjóri, skilar inn uppdráttum dags. 5.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sámsstaðir 1, lóð 11 - Flokkur 1,

2305085

Hjálmar Þorsteinsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 67 m2 viðbyggingu við Sámsstaði 1, lóð 11 L203316.
Jón Davíð Ásgeirsson skilar inn uppdráttum dags. 16.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Ormsvöllur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2305084

Kostakýr ehf. óskar eftir breyttri notkun á húsnæði. Umræðir breytingar á innra skipulag á iðnaðarbili Ormsvelli 2d.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Markargróf eystri- Flokkur 1,

2305086

Óskar Páll Hraundal Björnsson óskar eftir byggingarheimild fyrir 99 m2 viðbyggingu við Markargróf eystri, L189878.
Jón Friðrik Matthíasson skilar inn uppdráttum dags. 15.maí 2023
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

10.Mýrarvegur 3 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2305087

Sigurður Brynjar Pálsson tilkynnir um framkvæmd undanþegnar byggingarleyfi, fyrir 15 m2 smáhýsi að Mýrarvegi 3, L195177.
Byggingarfulltrúi synjar umsókninni og vísar í ákvæði 2.3.5 í byggarreglugerð og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.

11.Umsókn um stöðuleyfi - Básar, Goðalandi

2305094

Ferðafélagið Útivist óskar endurnýjun á stöðuleyfi fyrir þremur samsettum gámum í Básum, Goðalandi.
Stöðuleyfi er veitt fyrir þremur gáumum og viðverutjaldi til 6 mánaða frá 26.maí 2023.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stífla 163969 - Flokkur 1,

2305106

Félagsbúið Stífla óskar eftir byggingarheimild vegna innandyra breytinga á fjósi að Stíflu, L163969 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Sigurður Unnar Sigurðsson skilar inn uppdráttum dags. 15.febrúar 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

13.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hallgerðartún 69-75 - Flokkur 2,

2305105

Bjarg Íbúðafélag hses. óskar eftir byggingarleyfi fyrir 1151,7 m2 raðhúsi að Hallgerðartúni 69-75 skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Guðmundur G. Gunnarsson skilar inn teikningum dags. 24.maí 2023.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

14.Umsókn um stöðuleyfi - Sámsstaðir 1, lóð 5

2305107

Stefán Stefánsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 25 m2 gestahúsi að Sámsstöðum 1, lóð 5
Stöðuleyfi er veitt til 12 mánaða frá 26.maí 2023.

Fundi slitið - kl. 10:30.