Fundargerð

205. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 10. desember 2015  kl. 12:00

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson,  Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

Erindi til sveitarstjórnar:
1.Heimsókn fulltrúa South Iceland Adventure. Sveitarstjórn þakkar fulltrúum fyrirtækisins fyrir góða kynningu á starfssemi sinni og hvetur þau til dáða.

2.1511086 Fundargerð byggðarráðs Rangárþings eystra 147. fundur 03.12.15 Staðfest.

3.1510069 Fjárhagsáætlun 2016-2019, síðari umræða.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 1.463 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.381 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 80,6 m.kr.  Veltufé frá rekstri 156,2 m.kr.  Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 33,5 m. kr.  Rekstrarniðurtaða jákvæð um kr. 48,4 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið140,8 mkr.
Afborgun lána  58,3 mkr.
Tekin ný langtímalán       0 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok  710,4 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok                  1.648,3 mkr.

Fjárhagsáætlun borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

4.1511155 Gjaldskrá fyrir soprhirðu- og sorpeyðingu í Rangárþingi eystra 2016 Staðfest.

5.1511156 Landgræðsla ríkisins: Beiðni um styrk vegna Bændur græða landið 2015.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 84.000,-

6.1511157 Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

7.1511159 Hestamannafélagið Geysir: Ósk um mótframlag vegna lagningu reiðvegar í Vestur-Landeyjum.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 500.000,-

8.1512012 Viðbótarframlag 2015 kr. 1.500.000,- í Kötlu jarðvang. 
Samþykkt með 6 atkvæðum.  BAT sat hjá.

9.1512016 Gjaldskrá vatnsveitu í Rangárþingi eystra.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða með leiðréttingu á 6. gr. kr. 650.000,-

10.Málefni Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Benedikt Benediktsson tók við stjórn fundarins undir þessum lið.
Sveitarstjóra falið að senda bréf til framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samræmi við umræður á fundinum.

11.1511070 37. fundur skipulagsnefndar 2015 08.12.15

SKIPULAGSMÁL
1511148Hlíðarvegur 15 – Umsókn um breytingu á innkeyrslu lóðar
Ágúst Kristjánsson kt. 110261-5199 og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir kt. 110659-4829, óska eftir heimild til að breyta aðkomu að íbúðarhúsinu sínu Hlíðarvegi 15, Hvolsvelli. Núverandi aðkoma er frá Hvolsvegi. Óskað er eftir að aðkoma breytist og verði frá Hlíðarvegi.

Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir umrædda lóð. Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir formlegri umsögn Vegagerðarinnar þar sem Hlíðarvegur er á forræði hennar.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1511136Strönd 2 lóð – Landskipti
Guðmundur Þ Jónsson fh. S.Þ Guðmundsson ehf. kt. 601201-4450, óskar eftir því að skipta 8 spildum, Heysteyrar 1 – 8, úr jörðinni Strönd 2 lóð ln. 195393, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLU Verkfræðistofu dags. 19.11. 2015. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin enda kemur skýrt fram að landið verði áfram í landbúnaðarnotum sem er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir landskiptin. 

1511122Suðurlandsvegur – Fyrispurn v. stöðuleyfis og skiltis.
Hallgrímur Rögnvaldsson fh. CANTON kt. 460712-0680 óskar eftir álti nefndarinnar vegna hugsanlegrar stöðuleyfisumsóknar fyrir veitingavagni í nágrenni við Seljalandsfoss og uppsetningu á auglýsingarskilti í nágrenni við afleggjara að Landeyjahöfn.  

Nefndin tekur neikvætt í erindið, enda samræmist það ekki skipulagi og stefnu sveitarfélagsins. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1511072Steinmóðarbær – Landskipti
Lilja Sigurðardóttir kt. 130733-4179, óskar eftir því að skipta lóð, Steinmóðarbær rofahús, úr jörðinni Steinmóðarbær ln. 163806, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Bölta ehf. dags. 29.07.2014.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.  

1511059Vestmannaeyjabær – Ósk um umsögn v. Aðalskipulags
Vestmannaeyjabær óskar eftir umsögn Rangárþings eystra við skipulags- og matslýsingu aðalskipulags Vestmannaeyja sem nú er í auglýsingar- og kynningarferli.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðað aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014. Skipulagsnefnd bendir á að nafn sveitarfélagsins er ekki rétt í lista yfir umsagnaraðila á bls. 10 í skipulags- og matslýsingu.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1505002Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10 færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út. 
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 10. júlí, með athugasemdafresti til 21. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna, önnur þeirra undirrituð af 14 íbúum við Hvolstún og Öldubakka. 
Skipulagsnefnd boðaði íbúa í Hvolstúni og hluta af Öldubakka til fundar varðandi tillöguna skv. beiðni sem kom fram í athugasemd. Fundurinn var haldinn 25. nóvember sl. Um var að ræða mjög ganglegan fund þar sem tillagan var rædd á breiðum grundvelli. 

Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagsbreytingu verði frestað á meðan fleiri möguleikar varðandi byggingu minni íbúða verða skoðaðir. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1309001Hamragarðar / Seljalandsfoss - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga fryrir Hamragarða / Seljalandfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu, breytinga á legu göngustíga og skilgreiningum þeirra, nýrri staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustumiðstöðvar. Tillagan er sett fram í Greinargerð / Umhverfisskýrslu, deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti dags. 2. desember 2015. 

Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Þann 29. nóvember 2015, barst sveitarstjóra í tölvupósti beiðni landeigenda Seljalandstorfu um frestun á meðferð deiliskipulags fyrir Hamragarða / Seljalandsfoss þar til niðurstaða um landamerki milli Hamragarða og óskipts lands Seljalandstorfu liggur fyrir. 

Vinna við deiliskipulagstillögu hefur verið unnin með það að markmiði að láta ekki landamerki ráða útfærslu, heldur sé ásýnd staðarins höfð að leiðarljósi og farin sú leið sem styrkir ímynd staðarins til framtíðar. Vinnan hefur tekið langan tíma, enda mikið lagt upp úr því að skila eins vönduðum vinnubrögðum og kostur er og margar útfærslur skoðaðar. Vinna við landamerki á milli jarðanna Hamragarða og óskipts lands Seljalandstorfu er í fullum gangi og er von á tillögu á næstu dögum. Næsta skref í skipulagsvinnunni er að auglýsa tillöguna til athugasemda. Athugasemdaferli tekur 6 vikur. Eftir þann tíma þarf sveitarstjórn að taka afstöðu til athugasemda og gera breytingar á tillögunni ef þurfa þykir. Ef um verður að ræða verulegar breytingar á tillögunni þarf að auglýsa hana á nýjan leik. Af þessu má sjá að vinna við deiliskipulag svæðisins er á engan hátt komin á endapunkt og því mikilvægur tími sem gæti glatast verði gert hlé á vinnunni, sem gæti haft þær afleiðingar að ekki yrði mögulegt að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir á svæðinu fyrir næsta sumar sem er sameiginlegur vilji allra aðila. Deiliskipulag fyrir svæðið er forsenda þess að hægt sé að ráðast í endurbætur á svæðinu til að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækja staðinn heim ár hvert. Út frá þessum forsendum hafnar sveitarstjórn því að gert verði hlé á deiliskipulagsvinnu fyrir Hamragarða / Seljalandsfoss.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012 – 2024 til samræmis við deiliskipulag. 

1512013Hvolstún 29 - Lóðarumsókn
Sigurður Ágúst Guðjónsson kt. 100882-4859, óskar eftir því að sér verði úthlutað lóðinni Hvolstún 29. 

Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta Sigurði Ágústi Guðjónssyni lóðinni Hvolstún 29. 
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Sigurði Ágústi Guðjónssyni lóðinni Hvolstún 29. 

Sveitarstjórn staðfestir fundagerð skipulagsnefndar nr. 37. 


Fundargerðir:
1.1511154 173. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 20.11.15 Staðfest.
2.1512006 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Fundargerð nr. 168 Staðfest.
3.1512007 Bergrisinn:  Aðalfundur 2015  Staðfest.
4.1512008 3. fundur starfshóps um móttökuáætlun nýrra íbúa 02.12.15 Staðfest.
5.1512011 2. fundur fagráðs Sögusetursins 19.11.15 Staðfest.

Mál til kynningar:
1511158 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45


____________________            ___________________
Lilja Einarsdóttir                     Ísólfur Gylfi Pálmason
   
                            
______________________             ____________________
Þórir Már Ólafsson            Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                ___________________    
Birkir A. Tómasson                      Kristín Þórðardóttir

_______________________  

Christiane L. Bahner